Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 6
316
Skáldsögur og ástir.
iðunn
freim. Freyr, sonur Njarðar, sezt í Hliðsikjálf og sér mey
fagra í Jötunheimum. „Þar af fékk hann lvugsóttir mikl-
•ar.“ Og vissulega er engin lotning í huga skáldsins, er
hann lýsir ópolinmæði Freys:
„Löng es nótt,
langar ro tvær,
hvé of þreyjak þríar;
opt mér mánaðr
minni þótti
an sjá half hýnótt.“
En greinilegust er þó vantrúin á ástina í Hávamálum-
Þar er henni alt til foráttu fundið, en einkis getiö, er
talið verði henni til gildis. Ástin er nátengd hinum
lítilmótlegustu tilhneigingum í mannlegu eðli — flátt-
skap og vanstillingu.
Nú er það bersýnilegt, að jieir menn, sem jiessar
bókmentir sömdu, voru komnir langar leiðir frá frum-
stæðum jijóðum um mannvit og dóm á gildi hlutanna.
En jiess lengra sem haldið er aftur í forneskjuna, Jiví
minna kennir jiess, að ástin sé metin á líkan hátt og
vorir tímar hafa gert. Skáldskapur frum|)jóða, sem vitni
ber um magnmikla j>rá og ríka drauma, fjallar ekki að
jafnaði um ástir, heldur um bardaga, veiði og jarðar-
gróður. Þessi efni spentu strengi mannlegs hugar I)á,
svo að örin flaug langt og beint og hratt. Hin líffræði-
lega afleiðing hjúskaparins — afkomendur til jress að
halda við ættinni — skifti mieira máli en alt annað í
sambúð manns og konu. Þessi árangur ástarinnar var
henna eina réttlæting.
Niú kann margur að líta svo á, að fyrst virðingin og
sMlningurinn á ástinni hafi farið vaxandi samhliða við-
gangi menningarinnar, |)á sé jiað ljós bending um gildi
hennar. Á þeirri rökleiðslu er sá einn ljóður, að I>ótt
virðingin sé lítil hjá frumþjóðum, en mikil hjá oss, þá
er ekki hægt ])ar fyrir að segja, að virðingin hafi aukist
samhlí&a menningunni. Forn-Grikkir voru eigi menn-