Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 11
IÐUNN
Skáldsögur og ástir.
321’
Þessi barátta er vitaskuld ekki annað en rökrétt af-
leiðing af hinni almennu trú á gildi ástarinnar. Og
hún hefir borið furðulegan árangur. Dómur alnienn-
ings um afbrigði frá fyrirsettum reglum í ástamálum
er svo miklu mildari nú en áður tíökaðist, að naumast
verður saman borið. En jafnframt þessu hefir og farið
önnur gagnrýni á arfþegnum hugmyndu:m um þessi
efnd, sem ekki er síður vert að gefa gaum. Það er
gagnrýni á tvíveðrungnum, sem felst í saimruna [>ess,
sem hér hefir verið kent við meinlætastefnu og ridd-
aramensku.
Eins og áður hefir verið bent á, þá hafa menn átt
harla örðugt með að losa sig við hina fornu hugsun,
að eitthvað ógöfugt og í ætt við synd væri falið í
kynferðishvötum mannanna og hinu sterka aðdráttarafli,
sem ikynin hafa hvort til annars. Hins vegar hafa rnenn,
eins og margtekiö hefir verið fram, verið sterktrúaðir á
göfgandi áhrif, sem ástin — aðgreind frá hinum líkam-
legu hvötum — hefði á sálarlif rnanna. Þetta hefir
verið svo augljóslega ófullnægjandi tvískinnungur, að
gagnrýnin kynslóð hefir ekki fengið við þetta unað.
Það eru ekki skáld og listamenn einir, sem að jafnaði
eru viðkvæmari en aðrir menn fyrir hvers konar ósam-
ræmi, er hafa látiö þetta til sin taka, heldur sálarfræð-
ingarnir ekki siöur. Frægastar athuganir um þessi efni
eru kendar við Freud, semi ekki eingöngu neitar því, að
unt sé að aðgreina sálræn áhrif ástalífsins frá líkamr
legum hvötum, heldur heldur því fram, að öil mannleg
þrá og allur mannlegur metnaður standi i órjúfanlegu
sambandi við kynferðishvatirnar.
Svo djúptæk áhrif sem kenningar þessa manns og
annara, sem i líkar áttir fara, hafa haft á hugsanalif'
og einkum skáldskap ýmsra þjóða, þá verða þessar