Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 14
324 Skáldsögur og ástir. IÐUNN1 á gildi ástarinnar í mannlegu lifi. En einkum dáir hann það ástalíf, er konan hefir hafiö sig upp úr allri tví- hyggju um „líkamlega" og andlega" ást. Hann mundi að öllum 'líkindum hafa tekið undir með hinum andríka presti, sem talaði um „hið heilaga sakramienti barns- getnaðarins“. Þetta er ekki ritdómur um pessa bók, svo að engin ástæða er til pess að meta rök Jteirra manna, sem haldia |)ví fram, að Ragnheiður Kambans sé ekki hugs- anleg á þeim tímia og í því umhverfi, er dóttir Bryn- jólfs biskups Jifði í. En hitt er víst, að skoðanir höf- undarins komia einmitt fyrir þá sök skarplegar í Ijós, að lýst er stúliku, sem hagar sér mjög öndvert við það, sem samtíð hennar taldi við eiga. Engum hefði þótt mar.kvert að athuga teikningar da Vincis af flugvélum, ef það hefði ekki verið fyrir þá sök, að hann var uppi á þeim tíma, er engum hugkvæmdist að unt væri að fljúga í Joftinu. Nú virðast flestir um það sammála, að Ragnheiður sé líkari nútímakonu en stallsystruin sínum samtímis. (Þeiim, sem þykir myndin ófögur, þykir vissara að líkja henni við clanskar konur, til þess að eigi falli hrukka á föðurlandsástina.) Enda virðist það beinlínis vaka fyrir höfundinum að 'lýsa kvenmanni, sem sökum meðfæddrar innri snildar varpar til hliðar hleypidómum samtíðar sinnar, stikar yfir aldir í ferli þjóðarinnar og tekur þá stiefnu, sem höfundurinn er sannfærður um að sé heilbrigð og farsæl stefna. Sé þetta óheimilt að skáldalögum, þá er ekki ómaksina vert að ritia skáldverk. En hver eru þá einbenni Ragnheiðar? í því sambandi, sem hér er einkum tekið tiJ með- ferðar, er þess helzt að geta, að Ragnlieiður, sem fengið hefir ást á manni, finnur með sjálfri sér, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.