Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 17
IÐUNN
Skáldsögur og ástir.
327
trúað á, heldur eru ]>eir vantrúaðir á þau. En á ekkert
eru ]ieir eins vantrúaðir eins og verðmætið, sem mest
hefir verið metið — ástir. Þeir lýsa ungu fólki úr
mentaðra manna stétt, sem. reynir að fylla innihalds-
laust og verðlaust líf sitt með leit í ástum að ein-
hverju gildi, en undir niðri fyrirverður það sig fyriT'
leitina, því að það hefir þegar mist trúna á, að ástin
búi yfir nokkru djúpu, dularfullu verðmæti. Þeir hafa
svift ástina klæðum og virðast hafa fundið beinagrind.
undir klæðinu.
Þessi uppgötvun, sem mennirnir hafa pózt gera um
eina stórvægilegustu blekkingu mannsandans, hefir á-
reiðanlega ekki verið þeim öllum þrautalaus. Og þær
þrautir hafa vafalaust valdið miklu um það, hve bækur
þeirra eru oft ófrýnilegar og ljótar. Þeir draga ekki upp
bitrar, hráar, sóðalegar myndir af sambandi manns
og konu af léttúð, heldur af því, að þeim finst þeir
vera að bjarga sál sinni frá ömuriegu skrímsli ástar-
blekkingarinnar. Eftir æfintýrasvaml hvítra manna í a.11-
ar þessar aldir, þá taka stórgáfaðir, viðkvæmir, trú-
lausir, ungir listamenn þeirra aftur í höndina á kirkju-
feðrunum.
Já, á kirkjufeðrunum. Meinlætastefnan forna er runnin
frá mönnum, sem reyndu af öllum kröftum lífs og sálar
að bjarga sál sinni og samtíðarmanna sinna úr feni
menningar, sem var í upplausn. En þeir ráku sig á,,
að hugur mannanna var af engum efnum eins fast
reyrður eins og sífeldri umhugsun um töfra kynferðis-
hvatanna. Þessi uppgötvun þeirra hleypti í þá þeirri.
beiskju, er varð að ummælum, sem enginn myndi fást
til þess að setja á prent á nútímamáli, sökum frábæri-
lega óhrjálegs orðalags. Kynferðishvötin varð í þeirra
augum ímynd hins illa afls.