Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 18
328
Skáldsögur og ástir.
iðunn
Auðsær skyldteiki er með þessu og siumum ungum,
ágætum rithöfundum nútímans. Þeir eiga að vísu ekki
trú kirkjufeðranna, þeir sjá ekki það Ijós fram undan,
sem blikaði á hugarhimni hinna fornu snillinga, en
þeir búa yfir sömu alvöru.
Einn lærisveinn þessara manna er Halldór Kiljan
Laxness. Og hafi tvær verulega óiíkar hugarstefnur
nokkru sinni fundið málsvara á prenti á Islandi á
sama ári, |)á er þaö í bókunium ,,Jómfrú Ragnheiður"
og „Þú vínviður hreini“.
Grundvöllur sögu Laxness er naturaJismá. Mannlífið
er ein rnynd, nákomin mynd, viljavana, vitundarlausr-
ar náttúrunnar. Laxness gæti sagt eins og Jeans, að
lífið væri sjúkdómur í efninu. Þegar „gögur kletta-
beltin risu upp úr snjóvgum hlíðum í alveg óendan-
legu samúðarleysi við ]>að, sem lifir og deyr“, þá er
það ekki vottur þess, að mannveran sé að einhverju
leyti annars eðiis en þessi ytri fyrirbrigði náttúrunnar,
heldur þvert á móti. Hvorugt verður frá öðru greint, því
„þá kom það augnablik yfir hana, að hún skynjaði sem
í sjónhendingu, hve nákominn svipur mannsins var svip
landsins, hve algerlega æðaslög eins samsömuðust æðaslög-
um annars, hættir annars háttum hins, svo að hún var ekki
lengur megnug þess að greina eitt frá öðru, heldur rann
himinn og jörð og sær, ásamt manninum, Steinþóri Steins-
syni, í eina samstæða og ógnþrungna heild, þar sem lag-
boðar örlaganna dvelja í línum klettanna, þakskeggjum
tómthúsanna, gný sævarins og þenslu óveðurskýjanna, án
þess nokkur annar heimur eigi þar atkvæði og íhlutunar-
rétt.“
Svona komast ekki aðrir að orði en snildarhöfundar.
Og þessu viðhorfi er haldið gegnum alt ritið með
mikilli festu og samkvEemni. Öfl náttúrunnar eru ekki
eingöngu blind og gersamllega samúðarlaus, heldiur eru