Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 24
IÐUNN Hugleiðingar um nýtt landnám. Eftir Steingrím Matthíasson. I. Landið okkar er að mestu ónumið enn og víða lagt í eyði [iar, sem áður var bygð. „Nú horfir landið og vænt- ir manns.“ Það mænir eftir duglegum, nýjum landnáms- mönnum og kallar í þá að koma. Það vantar fólk í allar sveitir, bæði bændur og búa- lið. En stöðugt heldur áfram útstreymið til sjávarpláss- anna. Hér við bætist, að nú fer sú tízka að færast í vöxt, að hjón takmarka barneignir, eins og nú er móðin.s erlendis. Ógiftar stúlkur vilja helzt ekkert barn eiga, Otg er þeim vorkunn nokkur, en þær giftu að eins eitt eða tvö. En með slíkri sparnaðar- viðkomu er fyrirsjáanlegt, að óratíma þurfi til að upp- fylla þetta land og gera sér það undirgefið, eins og ritningin ætlast til. Því þá ekki að bjóða erlendum bændum að flytja hingað og setjast hér að? Því ekki bjóða þeim góð kjör, svo að margir vilji koma og við getum valið úr böpn- um eins og okkur bezt líkar? Vinnufólk getum við vissulega fengið, og það úrvals-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.