Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 28
-338 Hugleiðingar um nýtt landnám. IÐUNN og skutlast á orðunum þingmannaleiðir; menn drekka, menn borða, menn danza, menn ljúga, menn deyða, menn lífga, menn ganga, menn fljúga, og meyjanna biðja með maskínukrafti.“ Þannig sagðist honum Gabríel í gamanleiknum, og dró hann ekkert af hlutunum. En undir það eins ótrú- legur fanst mörgum boðskapur hinna sönnu agenta, peirra, sem koinu hver af öðrum til að lofsyngja lands- kostina vestra. Menn dussuðu viÖ og reyndu að gera gys að ræðum þeirra; en þeim var alvara. Og þiegar þeir komu ár eftir ár og sögðu hið sama, og fáir gátu með rökum mótmælt þeim; og þegar bréf fóru að berast að vestan frá innflytjendum, sem líkaði vistin vel og staðfestu ræður agentanna, þá hófst straumiurinn vestur. Vafalaust átti það nokkurn þátt í ferðahug fólksins, að frá fornu fari lifðu hér í landi sagnirnar um Leif hinn heppna og landfundi hans. Nú var Vín- land hið góða endurfundið og stóð öllum opið. En mestu oliu afleiðingar Öskjugossinsi 1875 og hallærið um alt land, sem hófst eftir 1880. — Þá rak hver skips- farmurinn annan af vesturförum. Og svo mikill varð út- straumurinn, að ýmsum blöskraði og hugðu að landið miyndi leggjasit í eyði. Eftir 1890 fór aftur árferði að batna. Þá varð aftur líf í landi og traust til þess fór að glæðast á ný. Þa var margt ritað og rætt á móti AmerikuferÖum]. Hit- lingur séra Jóns Bjárnasonar: „Island að blása upp“. var lipurt ritaður og fróðlegur. Þótti mörgum trúlegt margt, sem þar var skráð um það, hve land vort væri, .orðið úr sér gengið frá því í fornöld. En þá kom Þor- valdur Thoroddsen og ritaði röggsamlega á móti bæk- lingnum og reif þær kenningar niður. Og svona varð fleira til að kippa í taumana, eins og t. d. það, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.