Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 31
SÐUNN Hugleiðingar um nýtt landnám. 341 til að gangast fyrir slíkri berleiðingu. En meiningin var góð. Þegar tímar liðu, urðu þaer framfarir í skipasmíði, ,að nýjar og stærri Nóa-arkir en nokkru sinni áður hlupu af stokkunium, og þar við bættist, að ný lönd'- stóðu til boða heilum þjóðum, þar sem var margfalt betra að búa en á Jótlandsheiðum. Þannig var komið sögunni, þegar hallærið á síðasta fjórðungi síðustu aldar gekk yfir land vort og svarf að þjóðinni. Þá komu vesturfara-agentarnir og buðu öllum, sem flýja vildu hólmann, nógan farkost og ódýran og vísa vist í nýju Gósenlandi. Og fólk fór vestur í þús- undatali, og ef til vill hefðu allir farið, ef þá hefði geys- ■að önnur eins plága og MóðuharÖindin fyrrum. Því hættan er sú, eins hvað snertir mannkindurnar eins og sauðkindurnar, að öll hjörðin renni á eftir, þegar nokk- ur hluti fénaðarins víkur út af veginum, jafnvel þó að út í ófæru sé stefnt. Gera má þó ráð fyrir, að margur iandinn hefðft reynt að leita heirn aftur í sína átthaga, er árfierði batnaði á ný. Á þieim 40—50 árum, sem síðan eru l.iðin, hafa enn «orðið stórstígar fmmfarir í mannflutningum um höfin. Á styrjaldartimunum síðustu gátu ensku stórskipafé- lögin leikandi flutt milljóna-herlið heimsálfanna á milli á að eins nokkrum mánuðum. Ef þeim hefði boðist það happ gegn góðri horgun út í hönd, að flytja okkur fslendinga af landi burt, hefði mátt flytja okkur alla í 20—30 skipa flota í einum rykk. Og á næstu árunr verða sennilega flugtækin enn þá notalegri til mannflutninga. Gætum við þá, ef mikið lægi við, farið að líkt og rjúpan, sem sögð er hafa yfirgefið landið, og haft vistaskifti til Grænlands, a. m. k. í bili.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.