Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 33
IÐUNN
Hugleiðingar um nýtt Iandnám.
343
VI.
Nú skal enginn ætlast tii, að við getum smalað Vest-
ur-Islendingum heim til okkar í neinum stórhópum.
Til pess eru peir orðnir allflestir of hagvanir par vestra,(
og þeim líður svo vel, að það væri óráð fyrir þá að
hregða búi. En um nokkra tel ég trúlegt, að þeir mundu
vilja koma, ef á þá væri kallað og þeir fyndu, að þeií
væru aufúsugestir, öllum öðrum erlendum mönnum
framar.
Ég er ekki í nokkrum vafa um, að þessir frændur
okkar væru allra ákjósanlegustu innflytjendurnir, sem
hingað væri kostur á að fá. Þar fengjum við menn,
sem eru hold af okkar holdi og blóð af okkar blóði.
Þeir mundu fljótastir að átta sig í vorri sveit og vísastir
til þess allra erlendra manna að flytja hingað nýja
góða siði og margs háttar kunnáttu, sem oss mætti að
gagni koma i landbúnaðinum.
Þegar íslendingar fluttu vestur um haf fyrir 40—50
árum síðan, fengu þeir ódýra ferð vestur og ókeypis
land til ræktunar (sem að vísu var misjafnt, en gat
verið sérlega arðvænlegt), en þar að auki fengu margir,
a. m. k. þeir, sem til Kanada fluttu, peningalán hjá
ensku stjórninni til að byggja sér íveruhús og penings-
hús og jafnvel lán til að framfLeyta sér og sínurn fyrsta
veturinn eða lengur. Og þegar hér við bættist, að rnarg-
ir lánþegarnir sluppu síðar að sumu leyti eða jafnvel
algenlega við að endurgreiða þessi lán, þá er auðsætt,,
að hér var um sérlega góð kjör að ræða fyrir frum-
býlinga í ókunnu landi. Slík kostakjör munu ekki vera
i boði neins staðar um heim nú á tímum.
Nú vil ég hugsa mér málið komið það i'angt, að farið
væri að ræða um þaÖ á Alþingi, hvílík kjör skyldi
bjóða erlendum landnemum, sem vildu setjast að til