Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 37
ÍÐUNN
örfá orð til andsvara.
347
hana ])ví niafni. A5 þessu færi ég allsterkar líkur í riti
mínu. Ot frá þessu liggur sikýring á þeim orðum, þegar
talað er um ofbeldi gegn guðsriki, alveg beint við.
Þegar Jóhannes, annar foringi flokksins, er tekinnj
höndum og af lífi, þá kemur glögglega í ljós, að starf-
semina á að kæfa með ofbeldi.
En R. E. K. finst þessi skýring sótt langt yfir skamt.
Og hann kemur með aðra skýringu. Honurn virðist
hugsunin vera þessi: „Guðsríki er i aðsigi. . . . Frá þvi
að Jóhannes kom fram, hafa ýmsir þrengt sér inn í hið
nýja ríki (með því að lifa samkvæmt fyrirmælum fagn-
aðarerindisins), enda þótt það sé enn ekki komið fyrir
sjónum manna. Þeir hafa prengt sér inn nm dijrnar,
enda pótt engir adrir hafi komid auga á pœr.“ (Letur-
br. R. E. Kv.j
Þessi ummæli R. E. K. er eitt hið áþreifanlegasta
dæmi þess, hve jafnvel gáfaðir menn geta í gegnum
margra ára prestsstarf komist langt í þeirri list að
hugsa grautarlega. Ef R. E. K. tæki að lifa samkvæmt
fyrirmælum einhverrar hugsjónar, þá.dytti engum óvit-
lausum rnanni í hug að segja, að með því væri hann
að beita þá hina sömu hugsjón ofbeldi. Mér er það
fullkomin ráðgáta, hvernig Ragnari gat í hug komið að
fara að beita þessari biblíuskýringu. En hitt mun mála
sannast, að skýring mín á þessium ummælum sé sú eina,
sem fram hefir komið, er teljast megi nothæf. Annars
munu biblíufræðingar alment hafa viljað koma sér
sarnan um það, að orð þessi hljóti að vera úr lagi færð,
og tel ég það einu leiðina fyrir þá, sem ekki vilja fyrir
nokkurn mun inn á mína skýringu ganga.
Hitt atriðið í bók minni, sem hann gerir athuga-
semd við, er skýringin á frásögninni um samtal Jesú
við lærisveinana við Sesareu Filippí. Ég skýri þá frá-