Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 38
348
Orfá orð til andsvara.
IÐUNN
sögn á þá leið, a'ð þar sé Jesús að tilkynna fylgjendum
sínum þá ákvörðun sína að fana með flokk sinn til
Jerúsalem og knýja fram byltin.gu með ofbeldi. Ragnar
segir, að framsetning mín sé á þá lund, að skýringin,
sé alls ekki ósennileg, að öðru lieyti en því, að það verði
fullkomin ráðgáta, hvernig það á að fara saman hjá
lærisvemunum, að þeir lýsi yfir sannfæringu sinni um
að Jesús sé Messías og noti sama tækifærið til þess að
átelja hann fyrir það, sem þeir töldu aðalverkefni
Messíasar.
Svo virðist, sem hér hafi Ragnari alveg láðst að setja
sig inn í skýringu mína á starfisháttum Jesú og látið
sér algerlega sjást yfir það veigamesta í mínum skýr-
ingum. Ég held þvi fram, og færi aö því skýr og veiga-
mikil rök, að Jesús hafi skift um starfsháttu í lok sfarfs-
skeiðs síns. Ég held því frami, að í byrjun starfstíma
síns hafi hann starfað sem umbótaþrédiikari og lagt
áherzlu á þaö að bæla niður þann byltingarhug og þá
uþþreisnarólgu, sem svall í brjósti undirstétta þjóðar-
innar. Hann leggur áherzlu á það, að guðsríkið eigi að
þróast smátt og smátt, og á grundvelli þeirra hug-
mynda hefir hann safnað um sig flokki sínum. Það er
því ofurskiljanlegt, og liggur meira að segja i augum
uppi, að það verður mótstaða meðal fylgjenda hans,
þegar alt í einu er vikið frá þeim meginreglum, sent
fram hefir verið haldið og starfað eftir frá byrjun. I>ví
að þess ber að gæta, að þótt þjóðin hefði alt af við þvt
búist, að Messías myndi með uppreisn steypa af stóli
valdhöfunum, þá hlutu áhrif af kenningum Jesú að
hafa mátt sín meira meðal þeirra manna, sem um hann
höfðu safnast.