Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 39
IÐUNN örfá orð til andsvara. 349 III. En þvi mieiri ástæða er ti! að gera sér þesisa grein< að i pessu atriði birtist sú veila í viðhorfi Jesú gegn starfi sínu, sem þess verður valdandi, að líf hans fer í hundana jafngreinilega og raun varð á. Hann byrjar á þeiim starfsgrundvelli, sem allia daga hefir reynst óhæ.f- ur til sigurs. Hann ætlar að gera byltinguna á þanni hátt, að ala þjóðina upp til andstöðu gegn þeim hug- myndum, sem valdhafar bygðu á réttinn til yfirdrottn- unar sinnar. Hann ætlar að leiöa byltinguna í gegn með friði, en gætir þess ekki, að með boðun hinna nýju hugmynda er ríkjandi skipulagi og ríkjandi valdhöfum sagt strið á hendur, og það er óhugsandi, að þeir, sem) völdin hafa, láti grafa undan þeinr máttarstoðum, sem völd þeirra hvília á í 'meÖvitund fjöldans. Sá, sem völd- in hefir, hefir einnig völdin í uppeldismáliunum og af- salar sér þeim ekki fyrri en í fulla hnefana. En til þessarar friðsömu starfsaðferðar hefir Jesús alið upp flokk sinn. Þegar hann svo alt í einu breytir til, þá eru það flestar aðstæður, sem spá honium fullunii ósigri. Skyndileg bylting verður trauðlega leidd til sigurs með öðru móti en þvi, aö hún sé undirbúin með margra ára starfi, og fyrir hendi sé flokkur manna, sem þjálfaður hefir verið til ofbeldisaðgerða. Til bylt- ingarinnar er ráðist í dauðans ofboði, þegar sýnilegt er, að prédikunarleiöin á ofsóknir valdhafanna yfir höfði sér og anniaðhvort er að hrökkva eða stökkva. Hún er í andstöðu við fyrri starfsemi flokksins og í andstöðu við Jrær siðgæðiskenningar, sem foringi flokksins ól í brjósti sér og hafði innrætt fylgjendum sínum. Þar var ])vi um svo rnarga veika ])ræði að ræða, að annars mátti vart vænta en að einhverjir þeirra brystu um það lyki. Það er alls ekkert, sem til

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.