Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 42
352 Hjón. IÐUNN gluggana á húsunum uppi undir brekkunni og fór gegnum gisnu fiskiskúrana niður við sjóinn. Pað var hásumar, og sólin haf&i verið brennandi heit. Útrænan kom með svalann. Kýrnar, sem gengu á hjallanum of' an við porpið, höfðu legið. Nú stóðu |)ær upp og fóru’ að kroppa, og séra Gunnar — nýkomni presturinn — náði í stafinn sinn og labbaði út á götu. Honum hafði komið til hugar að spyrja frú Margréti, konuna sína, hvort hún vildi vera með, en hann hætti strax við pað, Hann vissi, að pótt hún ef til vill kæmi, pá myndi húrf vilja ganga burtu frá porpinu, en pað vildi hann ekki. Hann vildi finna menn að máli. Hann vildi kynnast söfnuðinum sínum — og fór pví einn. Frú Margrét sat inni í stofu og saumaði. Útrænan bærði til gluggatjöldin og fylti stofuna hvísli. Sólin skein á konuna og laugaði hana geislum. Hún saumaði viðstöðulaust, og andlit hennar var svo rólegt og al- varlögt, að pað var eins og öll stofan væri með alvöru- svip — prátt fyrir sólskinið. Það voru ekki nema nokkrir dagar, sem frú Margrét hafði verið á pessum stað. Á leiðinni hingað hafði hún hitt vinkonu sína frá fyrri árum. Vinkonan sagðist varla pekkja hana aftur; útlitið sjálft væri raunar ekki sva ýkja inikið breytt, en pó væri hún eins og öll önnur. Það var víst pessi alvörusvipur, sem gerði frú Mar- gréti svona ópekkjanlega í augum vinkonunnar. Svo kom hún hingað og settist að í húsinu, sem anað- urinn hennar hafði búið út handa henni. Ekki var ástæða til að kvarta yfir neinu, og hann tók á mótí henni ánægjulegri á svip en hún hafði séð hann árurni sarnan. „Hér er ég loksins búinn að finna söfnuð, sem ánægja verður að vinna fyrir,“ sagði hann. „Hér er enginn Jón á Ánnóti né Ólafur á Brekku.“

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.