Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 45
3ÐUNN Hjón. 355 betra heims. Mannssálm er kvödd heim til föðurhús- anna. Guð, faðir okkar allra, kallar hana til sín. . . . En fáeinir drættir um hana sjálfa. Eitthvað, sem lýsir henni sjálfri eins og hún var í lífinu, eitthvað um trú hennar og sálarproska, eitthvað um framkomu bennar við aðra menn.“ Enn varð þögn. Þegar röddin svaraði, var hún hik- andi: „Það má gjarna segja, að hún hafi verið þoiin- móð. Umburðarlynd væri kann ske réttara, en hitt mis- skilst síður.“ „Þolinmóð! Umburðarlynd! Hvernig þolinmóð? Átti bún í baráttu við eitthvað?“ „Er ekki líf okkar mannanna sífeld barátta?" „Vissulega. Alt, se:m lifir, berst fyrir tilveru sinni. En þér áttuð við eitthvað sérstakt?" „Ójá.“ „Heimilisáhyggjur ?“ „Já, eins konar heimilisáhyggjur." „Skort?" „Nei.“ „Sorgir. Sorg eftir barnið, sem dó?“ „Já, auðvitað. En það var ekki aðaLlega það.“ „Ég er ókunnugur, vinur minn,“ sagði presturinn. „Gætuð þér ekki sagt lítið eitt meira? Gefið mér fá- eina punkta? Þér megið algerlega treysta mér. Ekkert skal verða másnotað." „Já, það hygg ég,“ sagði röddin. „Það var gagnvart mér sjálfum. . . .“ „Á! ... Eitthvað, sem reyndi á þolinmæði hennar gagnvart yður? Einhverir skapgerðarbrestir?" „Já, sjálfsagt eitthvað, en ekki það fyrst og fremst." „Nú, hvað þá?“ — Frúin heyrði óþolinmæðina ólga í röddinni. — „Þér sögðust treysta mér.“

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.