Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 46
356
Hjón.
iðunN
Frúin bnosti.
„Já, f>ér gripuð fram' í. Pað er nú ekkert leyndarmál,
sem ég ætlaði að segja, en ég veit ekki vel, hvernig ég
á að koma orðum að pví. . . . Hún var þannig gerð,
að hún þarfnaðist mikillar ástar. Hún fann ekki það,
sem hún þráði, hjá mér. Hún átti ekki tilfinningar
mínar allar og óskiftar. Petta vissi hún, og hún umbar
það. Þótt henni félli það þungt. Nú, þegar hún er dáin,
finn ég bezt, hve mikið ég hefi að þaikka henni fyrir.“
„Ó, þannig. . . . En konan, sem þér . . . sem var þessu
valdandi. . . . Ja, það er nú ef til vill ekki rétt að minn-
ast á svona viðkvæmt mál- En það væri svo góð leið-
beining fyrir mig, aö vita hvaða hug hún bar t;:l hennar.“
„Þér misskiljið mig.“ Nú var það röddin, seim var
óþoJinmóð. „Ekkert silikt átti sér stað. Þetta gerðist
áður en við kyntumst. Samband okkar var algerlega
hreint í augum annara manna, og engin bönd voru
siitin, þegar til þessi var stofnað. — Öðru nær.“
„Ó! Misheppnaðiar æskuástir,“ sagði presturinn.
„Getur verið. En það kemur þessu máli ekki við.“
Skömmu síðar kvaddi gesturinn og fór. Frúin gekk
út að glugganum, svo að hún gæti séð hann, þegar
hann gengi fram hjá. Hún sá grannvaxinn mann, lot-
inn í herðum og lítið eitt gráhærðan í vöngum, fara nið-
ur í þorpið. Þá þekti hún hann. Það var Steinólfur,
æskuvinur hennar. Það var ekki furða, þótt hún kann-
aðist við röddina.
Svo fór hún fram í stofuna. Presturinn var þar enn
og tróð í pípuna sina.
„Fór ekki burt af æskustöðvunuim:. Giftist ung, fyrir
jirettán árum; átti eitt barn, sem dó; var þolinmóð;
það er alt og sumt, sem ég veit. Jú, og svo það, að
manninum hennar jiótti ekki sérlega vænt um hana.