Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 48
358
Hjón.
IÐUNN'
á útreiðum og ferðalögum, og Steinólfi sjálfum, eins og:
hann var þá — ungur, gLaður og barnalegur. Þá kunni
hann bezt við sig, er Fiaxi þaut með hann á rjúkandi
spretti, og þá var hann frjálslegur eins og heiðarblær-
inn frammi í dalnum, þar sem hann átti heima.
Það bergmálaði enn í huga frúarinnar af hlátri, hófa-
skelium, gömlum danzlögum og gullhömrum, sem hvísl-
að var í eyra hennar, þegar hún mintist þessaxa ára.
Og Steinólfur var alt af og alls staðar velkominn í
sollinn. Hann lagði fljótt niður afdalagervið og komst
í fyrsta flokk ungra manna. Hann var kurteis, skemti-
legur og góður fólagi. — Um haustið, þegar hún ætlr
aði suður, í skóla, sagðist Steinólfur 'verða hennú
samferða.
„Samferða! Hvert?“ spurði hún.
„Til Reykjavíkur. Ég ætla líka í skóla,“ svaraði hanm
„Ætlar þú í skóla, Steinólfur?" sagði hún. — En urn
sömu mundir varð henni það ljóst, að Steinólfur var
hrifinn af henni. Hann var raunar spar á að láta á
því bera, en hún vissi það, og hún þekti Steinólf svo
vel nú orðið, að hún vissi, að hann talaði sízt um það,
sem honum lá þyngst á hjarta. Svo kom veturinn, og
Steinólfur bauð henni oft á samkomur og skemtanir.
Hann var víða með og sjaldan án hennar. Hún vissi, að
hann var fátækur, en henni datt aldrei í hug, að þessar
stöðugu skemtanir kynnu að koma við pyngju hans. Þá
var það oft, að hún hefði glöð og örugg gefið honum
ást sína, þegar hver taug j líkama hennar titraði af þrú
eftir ástúð. En hann var þögull og rólegur eins og dal-
urinn, sem hann var fæddur í. Og þennan vetur kom
séra Gunnar til sögunnar, viljafastur og ástríðuríkur.
Hún var bundin honum áður en hún vissi til fulls, hvað-