Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Qupperneq 49
IÐUNN
Hjón.
359
var að gerast. Á peim árum virtist henni samband peirra
vera æfintýri líkast. !
Um vorið fóru þau þeim, hún og Steinólfur,. og í
júlí kom séra Gunnar. Hann kom frá náani.
Næsta sunnudag settu þau upp hringana. Steinólfur
var ekki heima um daginn, en hann kom heim um
kvöldið. Vinnukona, sem ekki gat legið á fréttunum,
danzaöi á móti honum fram hlaðið. „Þú ert of seinn,“
sagöi hún og danzaði fyrir framan hann. „Hún er
glötuð.“ Margrét stóð við gluggann sinn og horfði á
þau, og hvert einasta augnablik fann hún til hringsins á
baugfingrinum. Hún var enn svo óvön honum. Hún
bmsti. Prestlingurinn, unnusti hennar, labbaði með föð-
ur hennar út traðirnar og talaði margt.
„Hvað er of seint?“ spurði Steinólfur.
„Magga er glötuð. Hún er trúlofuö. Varstu búinn að
frétta það? Þú ert of seinn, of seinn." Stríðnin og
glensið logaði í rómi og hreyfingum vinnukonunnar.
Þá hló Steinólfur: „Ef það er of seint nú, þá hefir
það alt af verið of snemt hingað til.“ Það var einhver
hreimur í rómi hans, sem þurkaði bnosið af andliti
Margrétar. Vinnukonan endurtók þrákelknislega: „Of
seinn, of seinn!“ En glettnin var horfin úr rödd hennar,
og hún var hálf skömmustuleg.-----------
Frú Margrét furðaði sig á því, að hún skyldi rekast
á Steinólf á þessum slóðum. Hann hafði horfið henni
sjónum rétt á eftir að þietta gerðist. Hún hafði sjaldan
spurt eftir honum, og það var hún viss um, að hann
hafði ekki hugmynd um það enn, að nýi presturinn
væri maðurinn hennar.
Það var kominn háttatími, og frúin lá enn í grasinu
uppi í hvamminum. Hún var orðin hélugrá af dögg,.
en hún hreyfði sig ekki. Þá heyrði hún alt í einu fóta-