Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 50
360 Hjón. iðunn Æ tak, og þegar hún leit upp, sá hún prestinn koma upp hvamminn. Hann var berhöfðaður, en stafinn sinn hafði hann í hendinni. „Pú ert skrítin,“ kallaði presturinn, áður en hann var kominn til hennar. „Liggur hér og lætur mig bíða. Ég vil fara að hátta.“ „Af hverju háttarðu ekki?“ svaraði frúin. Minn- ingarnar hurfu út í veður og vind fyrir þessari hrana- legu ámiinningu nútíðarinnar. „Ég vil ekki fara að hátta á undan þér,“ sagði prest- urinn. „Jæja. Ég kem ekki strax," sagði frúin. „Ekki fyr en f>ú ert sofnaður,“ bætti hún við. ' Presturinn þagði. Pað var eins og hann væri að hugleiða, hverja þýðingu [>essi ákvörðun hefði fyrir hann. „Komdu heim með mér, Margrét," sagði hann. „Ég hefi beðið eftir pér og þráð pig.“ „Svei!“ „Guð hjálpi pér, kona. Polinmæði mín er að protum komiin. Ég er hættur að skilja pig. Þú ert stundum svo undarleg. Mikið má ég umbera." „Ég eyði ekki orðum við pig. Hugsaðu um pitt. Allan pinin leikaraskap. Láttu mig í friði." Frúin starði fram undan sér, út í bláinn. „Þetta eru kuldaleg orð fyrir mig, pegar ég bíð eftir pér og prái pig. — Margrét, pú veizt ekki hve oft ég hefi beðið pannig. Ef pú vissir pað, gætirðu ekki talað svona. Allur pessi kuldi, sem andar frá |)ér, hefir bland- að kaleik lífsins beiskju fyrir mér.“ Presturinn spenti greipar um annað hnéð og hallaði sér aftur á steinin- um, sem hann sat á.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.