Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 54
364 Höfundur Robinsons Crusoes. IÐUNN fáu b-ó.ka, sem ekki úreldast. Hún er jafn-ný i dag eins og hún var fyrir tvö hundruð árum síðan. En hinn 26. april i ár voru tvær aldir liibnar frá dauða höfundar hennar. Hefir hans aldrei að neinu ráði verið minst á íslenzku, en er slíks þó fyllilega verðugur. Lesi menn æfisögu Defoes, finst manni mest til um þetta þrent: frábæra hugvitssemi hans, fjölhæfni hans og starfsþrek. Hann lagði gerva hönd á margar greinir bólkmentanna; þar að auki var hann slunginn kaup- maður og sniðugur stjórnmálamaður. Æfisaga hans verður engum leiðinda-lestur. Hann var æfintýramaður stórurn meir en alment gerist, átti oft í striðu að standa og gekk ekki ávalt sigri hrósandi af hólmi. Þekti, hann af eigin reynd dutiungasemi gæfiunnar svokölluðu. Fá- tækt og ríkidæmi voru hiutskifti hans, hamingja og mótlæti. Hann hafði þá háðung þolað að standa í gapa- stokknum og eiga dvöi innan fangelsisveggja. Konungs- hylii og tiltrúar naut hann um skeið, en á öðru tímabili æfi sinnar var hann hlaðinn smánaryrðum, liatri og fyrirlitningu. Defoe gat því með sanni orkt um sjálfan sig: „No man has tasted differing fortunes more, and thirteen times I have been rich and poor.“ Annars er æfi Defoes æði miki'ð á huldu, ekki sízt fyrri hluti hennar. En hann kom svo víða við sögu, að það eitt, sem vitað verður um hann með vissu, fyllif ;stærðar-bók. Daniel Defoe var, að ]iví er næst verður komist, fæddur í Lundúnum í árslok 1659 eða i áfsbyrjun 1660. Hann var sonur slátrara eins, er var sértrúarmaður {dissenter). Tíðum áttu slíkir menn eigi sjö dagana sæla, voru bæði fyrirlitnir og ofsóttir. TrúarLegt um- burðarlyndi var enn í bernsku á Englandi. En svo er

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.