Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 56
366
Höfundur Robinsons Crusoes.
IÐUNN
bera á fyrri árum, hafi átt sinn hlut í að sljóvga rétt-
lætis- og siðferðis-kend hans. En ekki skal ég fneista að
gera dýrling úr honum; hann mundi hvort sean er kunna
illa við sig í þeim hóp. Hið virðingarverða og fyririit-
lega blandast í skapgerð hans, svo örðugt er oft að
greina þar á miLli. Enda segir William Minto, sem ritað
hefir víðkunna æfisögu Defoes, að hann hafi verið
„furðulegt sambland af þorpara og föðurlandsvini"
(a wonderful mixture of knave and patriot).
Ritstörf Defoes voru óvenjulega margþætt, en blaða-
menska hans var einhver merkasti þáttur þeirra. 1
febrúar 1704 stofnaði hann blaðiö „Review“. Kom það
fyrst út vikulega, en síðar á þriggja vikna fresti, nokk-
urn veginn reglulega, í nærri níu ár. Að jafnaði var
það fjórar blaðsíður í litlu fjögra blaða broti. Fjiöl-
breytt var það að efni, ræddi flest þau m'ál, sem þá
voru efst á baugi. En gamanmál skiftast á við hið al-
varlegra, enda var ritinu ætlað bæði að fræða og
skemta. Níu árgangar blaðs þcssa eru yfir fiinm þús-
und blaðsíður, en Defoe ritaði það einsamall, eða því
sem næst, alla útkomutíð þess. Er það auðsjáanlega
ekkert smáræðis starf, einkanlega þegar þess er gætt,
að hann skrifaði jafnframt fyrir önnur blöð og gaf út
mikinn fjölda bóka og bæklinga á þessum árum. Þó er
þaö enn markverðara, að „Review" Defoes var, að
dómi sérfróðra manna, san.ngjarnara í rithætti, látlaus-
ara að máli og fjölbreyttara og heilbrigðara að inni-
haldi en nokkurt stjómmálablað, sem til þessa hafði
verið gefið út á Englandi. Blað þetta er einnig að öðru:
leyti mjög merkilegt í sögu blaðamensku og blaðaút-
gáfu. Talið er, að Defoe hafi fyrstur manna byrjað á
því að skrifa ritstjóragreinar og birta viðtöl (interviews).
Sjá allir, að þessd nýbæytni var hin merkdlegasta, og