Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 60
370 Höfundur Robinsons Crusoes. IÐUNN leggur til, að stofnaður sé kvenna-hásköli (academy for women). Víðar koma umbótahugsjónir Defoes fram í ritum hans, t. d. í ýmsum ritgerðum frá síðustu ár- um hans; þar hvetur hann meðai annars til þess, að há- skóli sé settur á stofn í Lundúnum og að komið sé upp munaðarleysingjahæli par í borg. Menta- og mann- úðar-málin hafa því auðsjáanlega verið Defoe einkar hjartfólgin. En í þessari umbótaviðleitni sinni var hann langt á undan samtíð sinni, og orð hans féllu því í grýtta jörð. Enn má benda á það sem frekari vott um fjölhæfni Defoes og afkastasemi, að auk margra æfisagna reit hann ýms önnur rit sögulegs efnis, og ferðasögur. En eigi er þess getið, að hann hafi fengist við leikritagerð; er það þá eina höfuð-grein bókmentanna, sem hann hef- ir ekki spreytt sig á. Þau rit Defoes, sem þegar hafa rædd verið, þó merkileg megi teljast, hefðu eigi nægt tiJ að koma honum í fremstu skálda röð og tryggja honum sess í enskum bókmentum um aldur og æfi. En þegar Defoe var sextugur, á þeirn aldri, er margir fara að hyggja til hvíldar eftir unnið æfistarf, tók hann að rita skáld- sögur og skráði þá Robiiison Crusoe, það ritið, sem bor- ið hefir nafn hans út um víða veröld. Það er Defoe frá árunum 1719—1724, frá því að hann var sextugur og þangað tii hann var hálfsjötugur, sem kunnastur er les- endum nútímans. Á Jiessum árurn saindi Defoe ellefu stærðar-bækur, að mörgu öðru frátöldu. En mestu varö- ar, að í þessum rita-flokki er að finna flest þau, sem' mest listgildi eiga, af öllu hinu marga og mikla, sem eftir höfund þeirra liggur. Auk Robinsons Crusoes ma ]>essi nefna: A JourmL of the Plague, sem orðið er klassiskt rit í enskum bókmentum; Captain Singleton,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.