Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 67
iðunn Trúarbrögð og kristindómur. 377 Fyrir rúmum ijremur árum gerðist ég prestur í ís- lenzku þjóðkirkjunni. Ég gerði það vegna þess, að ég vildi stuðla að útbreiiðsilu og eflingu kristinna trúar- bragða með þjóð vorri og hjálpa til að vinna bug á þeirri efnishyggju, sem i ljósi vísindalegrar þekkingar er nú orðin að hjákátlegu nátt-trölli, þótt enn geri fjöldi manna sig að flónum með því að hafa hana að skurð- goði. Annað, sem ég gjarnan vildi berjast. á möti, er játningabundin kreddutrú, sem þvælist fyrir heilbrigðri hugsun og hleður í veg fyrir menn heilum haugum af tiltegldum kennisetningum (dogmum). Meðal þess, sem ég tel veita mér ómetanlega hjálp i þessari baráttu, er boðskapur raunvísindanna|, í seinni tíð. Ég á þar bæði við sálarrannsóknirnar með sínum niðurstöðum og at- huganir stjörnu- og efna-fræðinga á eðli efnds og efnis- heims. I fám orðum sagt: I'ig hefi viljað vinna í þjón- ustu trúarbragðanna með stuðningi visindanna, en i andstöðu við efnishyggju og valdboðnar kennisetning- ar. — En þá kemur samverkamaður minn, síra Gunnar, og segiir mér í óspurðum fréttumi, að alt sé þetta öfugt við það, sem ég hafi haldið; og ég skal hreinskilnis- iega játa, að mér hefir þótt þessi frétt álíka kyndug og ef hann hefði sagt mér, að ég sæti á skrifborðinu og skrifaði við síólinn. Boðskapur hans er í aðaidrátt- unum þessi: Pú vinnur ekki fyrir trúarbrögðin, heldur á móti þeim og á grundvelli efnishyggjunnar. Þetta virðist eiga svo að vera, að áliti síra G. B. Nú er að ein9 tvent til. Annað hvort gerir hann hér uppgötvun, sem hefir endaskifti á mörgum snjöllustu hugsuðum veraldar um langt skeið eða þá að hér eru meir en lítil hugmyndabrengl á ferðinni. Við að athuga grein- arnar „Jafnaðarstefna og trúarbrögð" og „íslenzk kirkja <og trúarbrögð" hefi ég heldur hallast að hinu síðaT- 24 Iðunn XV.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.