Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 74
384
Trúarhrögð og kristindómur.
IÐUNN
og járnöld hina nýju, fær með hjálp Jesú Krists áttað
sig á afstöðu sinni til hlns æðsta valds og hlutverki
sinu í hinum mikla hildarleik lífsins. Hugmyndir pess
manns, sem veit um atom-kenninguna, lögmálið um
skeikulleik vísindanna, stjörnugeiminn, þróunarkenning-
una og sálarrannsóknirnar, geta ekki verið þær sömu
og miðaldamunksins, en fái báðir eygt tilgang tilveru
sinnar i Jesú Kristi, eru trúarbrögð peirra beggja krist-
indómur, hvað sem öðru líður. Pað er óleyfilegt að
taka kristindóminn, eins og hann birtist á ákveðnu stigi
þróunarinnar, í ])eim ramma, sem peim tíina heyrir, og
segja, aö að eins petta geti kallast kristindómur. Það
er þetta, sem mér virðist síra Gunnar gera. Þess vegna
spyr ég: Ef að eins þær kenningar, sem hann telur upp,
eru kristindómur, var ])á enginn kristindómur til um
daga Páls postula og um daga Jesú frá Nazanet ? Og
hvað á þá að nefna hina voldugu hreyfingu, sem eftir
upprisu Jesú frá Nazaret fór um MiðjarðarhafsJöndin.
steypti af stöllum gömlum guöutn og gömlum erfikenn-
ingum, en vakti sofandi öfl og knúði fram lausnir á
merkustu vandamálum ])átímans? —
Síra G. B. telur lesendum sínunx trú um, að kristin-
dómurinn sé úr sögunni, af því að fáum prestum „detti
það í hug í fullri alvöru, að trú á friðþægingardauða
Jesú sé manninum nauðsynlegt skilyrði til sáluhjálpar."
Þessi ályktun er al-röng, því kristindómur er annað og
meira en sérstök skoðun á dauða Krists. Þrátt fyrir þær
breytingar, sem orðið hafa á guðfræðinni í seinni tíð,
megnar Kristur enn að varpa Ijósi síns volduga perr
sónuleika yfir afstöðu mannanna ti,l guðs og leiða þá
til þess lífs, er svarar til stöðu þeirra sem guðs barna..
Á meðan það á sér stað, er kristindómurinn í fullu