Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 78
388 Trúarbrögð og kristindómur. IÐUNN gildi þess hœkkað. Engin sú steína, sem ég þekki til, hefi.r átt jafn-mikinn pátt í að setja [irælinn jafnfaitis frjálsum manni, vekja skilning á rétti hinna undirokuðu eða smæiingja, barna og gamalmenna. Veif ég víst, að mörg svívirðingin hefir tíðkast í kristnum löndum, jafn- vel í kristinni kirkju, en J)ó mun meira gert að því, sem til mannúðar horfir, á þeim vettvangi en var og er meðal ókristins fólks. Eða hvers vegna búum við ekki við barnaútburð og prælahald enn í dag, og hverjum mundi nú detta í hug að leggja tiil, að hér á íslandi yrði farið með gamalmenni líkt og gert var stundum í heiðni, smbr. þátt Arnórs kerlingarnefs o. fl. Komi svip- aö fyrir nú á dögum, er það talið stafa af skorti á kristinni hugarstefnu, en ekki afleiðingar hennar. Líkt mun vera um kúgun eöa miskunnarleysi við hvaða „lít- ilmagna" sem er. En nú mætti aegja, að þó að kristindómurinn gerði mikið úr gildi hverrar mannssálar, mundi hann sætta menn við hvers konar jarðneskt ólán og deyfa löngun þeirra til umbóta á lífskjörum sínum. Þessu hefir verið haldið fram, og þó aðaJiega talið stafa af tvennu: Hugsuninni um náð guðs og óverðskuldaðan kærleika að fyrra bragði og svo viðleitninni til þess að vinna bug á ofbeldisaðferðum í verki. Það skilst af orðum síra Gunnars, að maðurinn eigi ekki framar að líta á sig sem þiggjanda í tilverunnL En ef hann er það nú saint sem áður? Hvað segir t. d. hagfræðin um þessa sálma? Hún kenndr, að öll vinna við framleiðsiluna sé að eins tLlfærsla, hreyfing eða flutningur efnis eða einstakra hluta þess.*) Ekki ræður bóndinn yfir þeirri. þróun, sem fram fer, þegar lömbin hans vaxa eða grasið grær. Hann flytur að eins *) Charles Gide: „Hagfræöi".

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.