Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 82
392 Trúarbrögð og kristindómur. IÐUNN heiöinna manna, en hins vegar séu sumir svörtustu blettir íslenzkra mannlífslýsinga frá þeim tíma, er land. var löngu kalla'ð al-kristið, og enn fari fram hið ófeg- ursta athæfi. Sem svar við þessu vil ég benda á tvent, sem veita þarf athygli. / stað pess, að Ásatrúin með boðskap sínum um blóðhefndir og bardagasœlu helgaði margs konar níðingsverk, fer alt slíkt í bága við kristin trúarbrtígð og hugarstefnu péirra. í öðru lagi er sá maður ekki Lengur talinn samiarlegt göfngmenni, sem ekki sýnir meira, eða minna af eiginleikam Krists i fari sínu. Jafnvel dómar okkar um menn sögu-aidarinnar litast af þessu. Lífshugsjón Jesú Krists er þrátt fyrir alt komin i stað þeirrar hugsjónar, sem Ásatrúin ól, en það var mynd hins blóðþyrsta, hefnigjarna og drykk- felda sjóræningja. Og er það ekki meira virði, að trú- arbrögðin hvetji til þess, sem göfugt er í fari manna? Ég hefi reynt að sýna fram á, að sú hugarstefna, sem kristiin trúarbrögð vekja, leiði ekki til dáðleysis og und- irlægjuháttar, ef rökrétt sé hugsað, heldur hljóti hún þvert á móti að knýja rnenn til starfs, til baráttu fyrir meira réttlæti og fegurð í jarðlífinu. Hitt er annað máf — eins og ég þegar hefi minst á — að kirkja Krisits rekur ekki erindi hans á jörðinni af þeim krafti og: .skilningi, sem málstað hennar hæfir. Hún hefir oft reynst of sljó og máttlítil gagnvart ýmiskonar böli, styrjöldum, áþján og ranglæti. Það virðist vera skoðun .sumra, að ófriðurinn mikli og annað þess háttar branr- bolt sé sönnun þess, að kristindómurinn sé þýðingar- laus heiminum. Því eigi að láta hann deyja drottni .sínum sem fyrst, eins og hvert annað aflóga skrifli, og' boða annað fagnaðarerindi í hans stað. — Ojæja, það má nú með ofurlítilli stærðfræðiiegri brellu sanna, að fjórir séu sama sem fiinm. En það er sarnt talin vit-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.