Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 85
IÐUNN
Guðagáfan.
395
þeir ættu að lifa, svo að þeir höndluðu hainingjuna og
yrðu sáluhólpnir, en spámennina og postulana höfðu þeir
ofsótt og grýtt og hengt og tekið sér í þeirra stað —
presta. Hann hafði látið engil sinn boða frið á jörðu, en
mennirnir höfðu ávalt legið í illdeilum innbyrðis og hvað
eftir annað stofnað til manndrápa og styrjalda undir her-
ópinu: Guð með oss!
Alt þetta hefði hann þó kannske getað fyrirgefið þehn.
— Já, hann hefði líklega blátt áfram verið neyddur til
þess — eða öðrum kosti að horfa upp á sínar himnesku
vistarverur jafn-auðar og tómar eins og heilabú heimsmeist-
ara í knattspyrnu. En með síðustu tíðindum frá jörðinni
var honum nóg boðið — mælirinn troðinn, skekinn og
fleytifullur. (Þegar hér var komið sögunni, stappaði Guð
faðir í bræði sinni ógurlegum fellibyl niður á jörðina.)
Hann hafði skapað manninn í mynd sinni og líkingu og
gefið honum margar gjafir og góðar. Jafnvel guðagáfuna
æðstu: skynsemina, hafði maðurinn hlotið. Og nú var svo
komið, að ekki var annað sýnna en að þetta örlæti yrði
lil þess að svifta hann — sjálfan Guð föður — virðingu
og völdum. Því hvað skeður? Jú, þessir sömu menn voru
nú farnir að beita skynsemi sinni á það viðfangsefni að
sanna, að hann — hinn almáttugi skapari þeirra og herra
— væri ekki til! —
Og Guð faðir reif sig harkalega í hárið, sem tekið var
mjög að þynnast. Og niðri á jörðinni hvirfluðust skýstrokk-
ar, skruggur brökuðu og eldingar sindruðu.