Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 87
IÐUNN Bækur. 397 Hans hlutverk virðist i rauninni ekki hafa verið annað en það, að geta hálfnauðugur og meira en hræddur þetta ó- gæfubarn, 'sem verður til þess að slá ryðið af málminum í skapferli Ragnheiðar og — það, sem er aðalatriðið, — leiða það. í ljós í atferli Brynjólfs biskups, livernig afar- menni snúast við stórum hörmum. Pví einhvern veginn skilst manni ]>að á höf., að liann sé að lýsa afarmenni, par sem Brynjólfur er. Höf minnist á einum stað á menn, er hugsi af meinfýsi til biskups fyrir pað eitt, að liann er biskup, og má vera, að ég sé einn á meðal þeirra. En ekki kæmi mér það á óvart, þó að fleirum lesendum en mér yrði hálf-undarlega við hina óskráðu lotningu höf. frammi fyrir þessum maka- lausa heimilis-harðstjóra. Það er alveg dæmalaust, að höf., sem er einmitt all-hlutsamur og persónulegur í lýsingum sínum og ummælum, skuli hvergi hafa mist þolinmæðina yfir sérþótta, óbilgirni og ónærgætni þessa landráðamanns. Því að framkoma Brynjólfs í erfðahyllingarmálinu virðist hafa verið hrein landráð af manni í hans stöðu. En það er öðru nær en að höf. æðrist yfir Brynjólfi. Manni finst einhvern veginn, að hann sé eins ósjálfstæður andspænis meistaranum eins og síra Torfi dulan í Gaulverjabæ og þetta dót, sem er að tifa á tánum í kringum hann. Það er ekki sízt vegna þess, að Ragnheiður sýnir dálitla við- leitni — í -síðara hlutanum til þess að ala karlhrossið upp, seni lesandinn sættist smám saman við hana og höf. fyrir hennar hönd. En lengra ná þær sættir ekki. Með því að gera Brynjólf að þeirri öndvegispersónu, sem hann er í síðara hlutanum, virðist sem söguna hafi alla borið afleiðis fj'rir ofríki Brynjólfs, meðferð höf. á öðrum persónum verður hliðstæð meðferð Brynjólfs á börnum sínum og heimafólki. Hann skyggir sjálfur á alt með sitt breiða skegg og ókennimannlega geðríki, sem hann hefir fyrir vönd á skyldulið sitt. 1 bókinni eru margir kaflar fagrir og sumir ritaðir af þrótti og nærfærni, eins og samfundir Ragnheiðar og Hall- gríms Pélurssonar, aðrir af kunnleik og fjöri, eins og ýmislegt, sem lýtur að dvöl Ragnheiðar i Bræðratungu, •g er eins og höf. njóti sín betur, þegar Brynjólfur er hvergi nærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.