Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 10
IÐUNN
Leo Tolstoi.
1828—19280.
I.
í ár er liðin öld síðan rússneska stórskáldið og mikil-
mennið, Leo Tolstoi, fæddist — og þó að mjög hafi
verið skiftar skoðanir um kenningar hans og lífsstefnu,
þá er hans nú í öllum menningarlöndum ekki að eins
minst sem stórskálds, heldur ef til vill enn þá fremur
sem sannleiksleitanda, er virti að vettugi miljónaauð og
heimsfrægð, en var það fyrir öllu að lýsa meðbræðrum
sínum leið út úr helmyrkrum lífslyginnar og leysa af
þeim þá andlegu fjötra, er hann taldi allri líkamlegri
áþján ægilegri og örlagaþrungnari.
II.
Leo Tolstoi fæddist eftir voru tímatali 10. dag sept-
embermánaðar 1828 á stórbýlinu jásnaja Poljána, 100
km. sunnan við Moskva. Faðir hans var greifi, og voru
ýmsir forfeður hans herforingjar og stjórnmálamenn.
Móðir hans var af aðli, er taldi sig vera kominn af
stofnanda rússneska ríkisins. Faðir hans átti yfir að ráða
700 bændum, en var mannúðlegri og frjálslyndari en
flestir stéttarbræður hans. Hann hafði tekið þátt í Napo-
leonsstyrjöldunum, og höfðu Frakkar handtekið hann og
haldið honum alllengi í gæzlu. Hafði hann þá kynst
1) Grein þessi átti að birtast í síðasta hefti, en barst Iðunni
of seint.