Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 12
6
Leo Tolstoi.
ÍÐUNN
Tolstoi 20 ára. Tolstoi 70 ára.
athugun, þar eð hann þóttist sjá, að velgengni hans í
veröldinni mundi að ekki litlu leyti undir því komin,
hversu hann væri að útliti og skapgerð. Hann tók eftir
því, að hann var stórskorinn í andliti, ef ekki hreint og
beint ljótur. Og það þótti honum afar leitt. Sem ungl-
ingur þóttist hann og komast að raun um það, að hann
væri leiðinlegur, kynni sig lítt á mannamótum, væri veik-
lyndur, fáfróður, montinn og óhæfilega hörundssár. ...
En þó að hann þannig rannsakaði og dæmdi sjálfan sig,
var honum lagið að vænta sér mikils af lífinu og reisa
hinar glæsilegustu skýjaborgir.
Þá er Tolstoi var fimtán ára gamall, fór hann í skóla
í Moskva, en síðan las hann austurlenzk mál við há-
skólann í Kasan. Á þessum árum varð hann trúlaus,
en hafði þó ávalt mætur á kenningum Krists. Tolstoi