Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 13
IÐUNN
Leo Tolstoi.
7
las mikið um þetta leyti rússneskar bókmentir og sömu-
leiðis helztu rit Vesturlandabókmentanna. Rit Rousseaus
las hann t. d. geysi-vandlega, og féllu þau honum betur
í geð en nokkur önnur rit, sem hann las.
Nítján ára hætti hann námi og fór heim. ^/ar nú
ásetningur hans að stunda búskap og auka menningu
bænda þeirra, er hann hafði yfir að ráða. En bændurnir
gerðu lítið úr honum, sögðu, að honum léti ekki að
fást við annað en íþróttir og veiðiskap. Var hann og
hinn mesti veiðimaður, hugrakkur og ófyrirleitinn. Komst
hann í mestu lífshættu á bjarndýraveiðum, en brá sér
hvergi.
Brátt sá hann, að hann gat engu um þokað við bænd-
urna. Fór hann til Leningrad og hugðist verða embætt-
ismaður. Las hann lögvísindi þar við háskólann, en lauk
þó ekki laganámi, heldur tók að nema hljómfræði, bók-
mentasögu og búvísindi. Engum prófum lauk hann þó
í þeim greinum, en fór á ný heim á búgarð sinn og
tók sér á ný fyrir hendur að hefja bændurna upp úr
myrkri vanþekkingarinnar. Arangurinn varð jafn lítill og
áður, og gafst Tolstoi enn upp við fræðslustarfið. Lifði
hann svo um hríð í sukki og svalli, eins og ungum
rússneskum aðalsmönnum var títt, drakk, spilaði fjár-
hættuspil og var með léttúðugum konum. En enga full-
nægingu fann hann í slíku lífi, og öðruhvoru setti að
honum ákafan lífsleiða. Honum fanst hann auvirðilegur
og spiltur og lífið tilgangslaust fálm.
III.
Árið 1851 fór Tolstoi svo með bróður sínum til Kau-
kasus, og með þeirri för hefst nýtt tímabil í sögu hans.
Náttúran í Kaukasus er töfrandi fögur. Blikandi jöklar
og hvassir tindar, dynjandi fossar og lygnar lindir, skugg-