Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 14
8
Leo Tolstoi.
IÐUNN
sælir skógar og glitríkar grundir skiftast þar á. Og fólkið
er hraust og sælt, samræmt náttúrunni og óvitandi um
þrautir þær, er menningarþjóðirnir eiga við að stríða.
Og nú opnaðist heill heimur fegurðar fyrir Tolstoi:
dýrðlegt fjallaloftið og fjallanáttúran, hraustlegir sveinar
og ástheitar meyjar. Rit Rousseaus rifjuðust upp fyrir
honum, gripu hann styrkari tökum en nokkuru sinni
fyr. Beizkjan og lífsleiðinn viku burt, og sál hans fyltist
birtu og hlýju. Allar beztu minningarnar frá bernsku-
árunum urðu nú ljósar og lifandi í huga hans, og nú
reit hann sögur frá bernsku sinni og æsku. Eru þær
snildarlegar að máli og stíl, og fögur og hrífandi er
mynd sú, er hann málar af móður sinni, sem hann
mundi ekki eftir, en hafði heyrt sagt frá. Lýsingar hans í
sögum þessum á sálarlífi barna eru einhverjar hinar merk-
ustu í heimsbókmentunum, skarplegar og töfrandi fagrar.
Þá er Tolstoi var í Kaukasus, fékk hann ást á stúlku
einni af Kósakkaættum. í bókinni »Kósakkarnir« lýsir
hann sjálfum sér og þessari ástmey sinni. Eru lýsingar
þær hinn dýrðlegasti skáldskapur. í bókinni er og lífinu
og náttúrunni í Kaukasus þann veg lýst, að hver og
einn hlýtur að undrast listatök skáldsins, gleyma allri
gagnrýni og hrífast með'inn í þá heima, sem frá er sagt.
Tolstoi gerðist nú liðsforingi í her Rússa og tók þátt
í Krímstyrjöldinni. Sótti hann um að fá að vera þar,
sem mest var að vinna, og var þeirri umsókn hans vel
tekið. Varð hann frægur fyrir hreysti, og var honum opin
leið til herframa.
En einmitt nú, er hann sá daglega fyrir augunum
ógnir þær, er styrjaldir hafa í för með sér, og hann
mátti vænta dauðans á hverri stundu, vaknaði hjá honum
hugsunin um að gera kenningar Jesú Krists að aflvaka
í lífi þjóðanna og endurfæðingarlind öllum þeim, er