Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 16
10
Leo Tolstoi.
IÐUNN
nýjan leik áköf þrá til að verða rússneskri alþýðu að
gagni, og þá fyrst og fremst þeim bændum, sem hann
átti svo að segja með húð og hári. En reynslan hafði
kent honum, að það var hægra sagt en gert að vinna
tiltrú þeirra. Enda var margt, sem skildi hann og þá:
ætterni, uppeldi, auður og frægð. Og Tolstoi fanst lífið,
þrátt fyrir alla þess ytri gyllingu, tilgangslaust, hvers-
dagslegt og andlaust. Hann kastaði sér út í hringiðuna,
drakk og svallaði, en gat ekki lægt óróna, ekki þaggað
raddir þær, er gullu í eyrum honum nótt og dag og
sögðu honum, að hann fengi aldrei fullnægingu eða frið,
fyr en hann hefði öðlast þann skilning á tilverunni, að
hann sæi einhverja leið opna öllu mannkyni út úr ógöng-
unum, er honum virtist það vera í.
Um 1860 fór hann til Vesturlanda, heimsótti uppeldis-
fræðinga, kom í skóla og hlýddi á kenslu, hafði tal af
vísindamönnum margskonar, en þóttist litlu nær. Tveir
Vesturlandamenn höfðu þó mikil áhrif á hann. Annar
þeirra var þýzki heimspekingurinn Schopenhauer, hinn
var franski þjóðmálaspekingurinn, Proudhon. Schopen-
hauer hélt því fram, að tilveran væri þjáning og mann-
kyninu riði á að yfirvinna lífsviljann, vilja deyja út. Þessi
skoðun var nokkurnveginn samræm svartsýni Tolstois,
og það jók á áhrif þau, er Schopenhauer hafði á hann,
að Schopenhauer mat mikils trúfræði og heimspeki
Austurlanda, sem Tolstoi var allsnortinn af. ... Þá var
það, að sú kenning Proudhons, að eign væri þýfi, beindi
huga Tolstois inn á nýjar leiðir — og má sjá á ritum
þeim, er hann reit eftir afturhvarf sitt, að áhrif þau,
er hann varð fyrir hjá Proudhon, hafa orðið ærið
staðgóð. ...
Þá er leystir höfðu verið átthagafjötrar rússnesku
bændanna, fór Tolstoi heim. Hann gerðist friðardómari