Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 17
IDUNN
Leo Tolstoi.
11
í þeim landshluta, er hann bjó í, og átti nú að jafna
þau þrætumál, er upp kynnu að koma milli jarðeigenda
og leiguliða. En Tolstoi sá, að réttlæti hans og óhlut-
drægni í dómum fékk því einu áorkað, að báðir máls-
aðilar þóttust hafa orðið afskiftir. Komst Tolstoi brátt
að raun um, að friðardómarastarfsemi hans varð að
litlum notum, og sagði hann þá af sér.
Nú stofnaði hann skóla handa bændabörnum, og
veittist honum léttara en áður að láta þau skilja sig og
hafa not kenslunnar. Hann hafði nú fundið upp nýja
kensluaðferð. Hann kynti sér hugsunarhátt og gáfur
hvers barns fyrir sig og tók það svo þeim tökum, er
hann hugði við eiga, hvort sem þau tök voru samræm
venjulegum kensluaðferðum eða ekki. Hann ritaði um
aðferð sína, gaf jafnvel út blað um hríð. En brátt sá
hann, að vonlaust mundi vera fyrstu 100 árin að fá
menn til að nota kensluaðferð hans, þó að sumir dáðu
hana í orði. En daglega sá hann þess vott, að starfsemi
hans í skólanum bar góðan árangur. Vann hann af
kappi að kenslunni og stundaði auk þess búskapinn af
miklu framtaki og mikilli hagsýni. Loks varð hann tauga-
veiklaður af hóflausri áreynslu og þungum áhyggjum,
og þar kom, að hann varð að fara að heiman sér til
hressingar. En þegar hann var farinn, brauzt lögreglan
inn í skrifstofu hans, braut upp skápa og aðrar hirzlur
og skoðaði grandgæfilega skjöl hans og skrif. Þá er
Tolstoi frétti þetta, varð hann ærið reiður. Skrifaði hann
keisaranum og kærði yfir ofbeldi lögreglunnar. Reit
keisarinn honum afsökunarbréf, enda hafði ekkert fundist
á Jasnaja Poljana, er benti á, að Tolstoi væri við riðinn
starfsemi byltingamanna.
Tolstoi hafði nokkrum sinnum orðið hrifinn af konum,
er hann hafði kynst. Nú varð hann svo gagntekinn af