Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 20
14
Leo Tolstoi.
ÍÐUNN
þrautseigju alt hið margþætta þjóðfélag. ... Og vert er
það athugunar, að Tolstoi lætur sumar persónur sínar
taka svipuðum sinnaskiftum og hann tekur síðar, lætur
þær hverfa frá eigingirni að sjálfsafnpitun, frá einstakl-
ingshyggju að heildarhyggju.
IV.
Tolstoi varð nú stórríkur maður. Græddi hann á bú-
skapnum, en þó einkum á bókum sínum. Kona hans
reyndist honum hinn bezti félagi, meðal annars má nefna
það, að hún með óþrjótandi elju hreinskrifaði handrit
hans — og er sagt, að hún hafi skrifað »Stríð og frið*
fimm sinnum. Þurfti hún þó að sinna um fjölda barna
(hún fæddi Tolstoi 13 börn) og stjórnaði búinu af fá-
dæma hagsýni. En þrátt fyrir auð, frægð og ágætt
heimili, kom þar, að Tolstoi tók á nýjan leik að brjóta
heilann um tilgang lífsins, þar eð hann gat ekki látið
sér nægja þau svör, er vísindin höfðu gefið honum.
Hann sjálfur var ríkur og frægur, skrifaði skáldrit, er
dáðst var að í öllum menningarlöndum heims og veittu
honum ógrynni fjár. Hann átti efnileg börn, er hann
gat veitt gnægð fata og fæðis, góða uppfræðslu og alls-
konar skemtanir. En í sama ríki og hann voru miljónir
bændafólks, er lifðu við fátækt, fáfræði og kúgun. Hvaða
gagn vann hann þeim? Ekki lásu þær bækur hans,
höfðu hvorki af þeim gagn né gleði. ... Og urðu yfir-
leitt nokkrir betri eða sælli af að lesa bækur hans?
Hann efaðist um það, því að hann hafði fyrst og fremst
skrifað þær til þess að verða frægur og ríkur. Og hver
var þá tilgangurinn með lífi hans — hver var tilgangur
lífs allra þeirra, er lifðu eins og hann — eða fóru jafn-
vel enn þá ver með sitt pund en hann hafði farið?
Sumir sögðu, að alt stefndi til meiri fullkomnunar, alt