Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 26
20
Leo Tolsloi.
IÐUNN
æsingu og oft hreint og beint því nær ægilegu magni,
og þau vekja til umhugsunar, alvöru og ábyrgðartilfinn-
ingar. Með Rússum hafði hann feikilega örlagarík áhrif.
Hann hefir jafnvel verið kallaður faðir rússnesku bylt-
ingarinnar. Þótt hann síður en svo hvetti til blóðugrar
byltingar, var hann, svo sem Upton Sinclair segir, eins
og persónugervingur andúðarinnar gegn kúguninni og
siðspillingunni í Rússlandi. Hann varð einn sá helzti
þeirra manna, er komu þeirri trú inn hjá rússnesku
þjóðinni, að þjóðskipulagið og trúarbragðaástandið væri
svo rotið, að því væri engin viðreisnarvon. Og svo varð
hlutskifti hans hið sama og margra umbóta- og hug-
sjónamanna fyr og síðar: Hann réð miklu um það, að
hið gamla var rifið niður, en engu um hitt, hvað reist
var á rústunum. ... En það eitt, að hann varð einhver
hinn helzti aflvaki eins þess allra örlagaþrungnasta at-
burðar, sem gerst hefir í síðari tíma sögu mannkynsins,
ætti að vera nægilegt til þess, að við, sem lifum hann,
sjáum, að líf hans hefir átt sér voldugri og merkilegri
tilgang en líf flestra annara, sem fæðst hafa, þó að svo
undarlega væri til hagað, að honum sjálfum var sá til-
gangur hulinn.
ísaflrði, í október 1928.
Gudmundur Gíslason Hagalín.