Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 30
24
Sálgreining.
ÍÐUNN
að vera í því fólgin að skilja þeita táknmál eða rósa-
mál. En Freud álítur nú einmitt, að sérhver læknir,
sem lærir þá list, hljóti að ganga úr skugga um það,
að í dulvitund manna búi kerfi, hlaðin tilfinningamagni,
og hafi þau stöðugt áhrif á hugsanir sjálfrar vitundar-
innar, á myndan skapgerðarinnar og á siðgæði manna.
Og það líka þá er um alheilbrigða menn er að ræða.
Og af þessu áliti dr. Freud hefir það leitt, að kenningar
hans hafa eigi aðeins orðið undirstaða nýrrar lækninga-
aðferðar, heldur og nýrrar sálarfræði.
En af þessu orkumegini hinnar óskynjuðu dulvitundar
má og marka það, hversu mikils virði hverjum manni
hljóti að vera það atriði, að dulvitundin — launhverfi
sálarinnar — sé heilbrigð. Það er að segja, að kerfi
þau, undirrót hinna meðfæddu og ósjálfráðu eðlishvata,
sem þar myndast og þróast frá fyrstu barnæsku, fái
eðlilega framrás á því, er þau hafa til brunns að bera,
gegnum sjálfa vitund mannsins, fyrir aðstoð hugsana og
athafna, eru séu insta eðli mannsins samkvæm.
Ef misbrestur verður á afrás þessari, annaðhvort fyrir
vanrækt uppeldi eða fyrir sakir veiklunar, þá leiðir slíkt
til ýmsra sjúkdóma, til hræðslu, hugarvíls eða jafnvel
vitfirringar. Og vegna þess, að Freud álítur ásthneigðina
þróttmestu og þar af leiðandi áhrifamestu eðlishvötina,
þá gerir hann ráð fyrir, að venjulegast sé í slíkum til-
fellum um afleiðingar að ræða, er stafi frá því, að eðlis-
hvöt þessi hafi eigi fengið að þroskast á eðlilegan hátt
í uppvextinum, eða ekki fengið að njóta sín á eðlilegan
hátt, þá er þroskaaldri var náð. í báðum tilfellum hafa
óheilbrigð hneigðakerfi myndast í dulvitundinni; en þá
er vitundin varð vör við hneigðirnar fyrir eðlilegan
líkamlegan þroska, varð þeim, fyrir einhverjar ástæður,
eigi fullnægt. Og ef til vill voru þær bældar og þeim