Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Qupperneq 31
ÍÐUNN
Sálgreining.
25
svo að segja hrundið úr huganum — það er að segja:
þær voru gerðar afturreka inn í dulvitundina — settar
í skammakrókinn.
Þó dr. Freud álíti, að þetta sé tíðast viðvíkjandi ást-
hneigðinni, þá hyggur hann þó og, að dulvitundin eigi
sér ýms önnur áhrifamikil kerfi, t. d. trúarkerfi, stjórn-
málakerfi o. s. frv. Geti slík kerfi verið dulin sjálfri vit-
und manna — og eigi að síður haft hin fjölbreyttustu
áhrif á hugarfar þeirra og alla daglega breytni. —
Sálarfræði dr. Freud er að því leyti merkileg og ný-
stárleg, að hann leitast við að skýra og rökstyðja fjölda
fyrirbrigða í daglegu lífi manna, sem enguin hefir til
hugar komið að þyrftu neinna skýringa við. Heldur
hann því fast fram, að fjöldinn allur af gerðum og
ákvörðunum manna, sem alment séu álitnar háðar frjáls-
um vilja þeirra, eða þá bara hendingu, séu í raun og
sannleika rígskorðaðar og þeim stjórnað af tilfinninga-
ríkum kerfum eigin dulvitundar, sem oss sé með öllu
ókunnugt um. En vér reynum að réttlæta þessar gerðir
og ákvarðanir með ýmsu móti og finna þeim »eðlilegar«
orsakir. — Orsakir, sem sjálfum oss og öðrum virðast
eðlilegar, þó þær í raun og veru séu mjög svo fjarri
verulegum sanni.
Þegar oss dreymir, þá leitumst vér og alveg ósjálfrátt
við að réttlæta drauminn, að gera hann eðlilegan. —
Svo eðlilegan að minsta kosti, að vér getum skilið sæmi-
legt samhengi í honum. Og dr. Freud álítur, að svipuðu
sé nú til að dreifa um vökubreytni vora. — Sérhver
maður verður að geta gert sér sæmilegar ástæður fyrir
athöfnum sínum og skoðunum. Og álítur dr. Freud, að
í þeim tilgangi einum hafi hver maður vakandi athygli
á yfirborði eigin hugsana, því er út á við snýr — og
án þess þó að gera sér fyllilega grein fyrir þessu. En