Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 33
IÐUNN
Sálgreining.
27
er þess að geta, að hún er gerð samkvæmt læknis-
reynslu, til skýringar á þeim sjúku fyrirbrigðum, er dr.
Freud komst í kynni við á sjúkrahúsum; en hún er ekki
bygð á líffræðisgrundvelli. Og á samstarfi þessara þriggja
tegunda af vitund í sál sjúklingsins hvílir læknismáti
dr. Freud. En það samstarf álítur hann að sé á eftir-
farandi hátt.
I óvitundinni eða dulvitundinni eiga sem sagt allar
eðlishvatir sér frumsæti. Þar eiga og upptök sín allar
þær tilfinningar, allar þær sálrænu hvatir, er stjórna
hneigðum og athöfnum einstaklinganna. Þar býr hin al-
gerða sjálfúð og síngirni, og þar býr sjálfsbjargarhvötin.
Þaðan á og hatur og heift rót sína að rekja. En þar
vaknar og vinarþel og samúð til náungans.
En allar þessar hvatir og kendir verða að komast
gegnum forvitundina, til þess að geta gert vart við sig
í sjálfri vitund mannsins. En í forvitundinni mæta þar
dyraverði sjálfrar meðvitundarinnar. Það er dómgreindin.
Er hún einskonar dómstóll, sem í raun réttri er milli-
liður milli dulvitundar og vitundar og á sér sæti í for-
vitundinni, að því er bezt verður séð. Dómgreindin hefir
nú tvennskonar starf með höndum. Að einu leytinu á
hún að gera afturreka ofan í dulvitundina allar þær
hvatir og kendir, sem henni þykja ósæmilegar, og þaðan
vilja brjótast fram í dagbjarta meðvitund einstaklingsins.
Og að hinu leytinu á hún að dylja sjálfa vitundina þess,
hvers eðlis þessar hvatir og kendir séu í insta eðli sínu.
Dómgreindin á með öðrum orðum að tilkynna vitund-
inni raunveruleik þessara eiginleika í dulvitundinni á
táknmáli eða undir rós. Þeir eru sem sé venjulegast,
að áliti dr. Freud, svo óheflaðir, að eigi er unt að nefna
þá með nafni, eða skýra frá þeim öðruvísi en undir rós.
Af þessu hlutverki dómgreindarinnar er nú auðvelt