Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Qupperneq 34
28
Sálgreining.
IDUNN
að leiða þá ályktun, að hún sé einskonar »samvizka«
— það er að segja: hún er samnefnari allra þeirra
skoðana, sem manninum hafa verið innrættar frá barn-
æsku, á siðgæði og háttprýði, á trúarefnum, skírlífi,
hjartagæzku. I stuttu máli: dómgreindin segir til um,
hvað gott sé eða ilt — hvað sæmilegt sé eða ósæmi-
legt. Og hlutverk hennar er að vaka yfir því, að engar
ósæmilegar hneigðir brjótist fram úr frumeðli voru, dul-
vitundinni, og nái tökum á sjálfi voru — á vökuvitund
vorri eða meðvitund.
Ekki má því gleyma, að það er tauga- og geðveikra-
læknir, sem gert hefir þessa skilgreiningu á sálarlífinu.
Hann hefir gert hana samkvæmt athugunum sínum á
sjúkum mönnum, en ekki heilbrigðum. Hann aðhyllist
hina fornu skoðun: að »hugsanir mannsins séu vondar
frá barnæsku* og álítur yfirleitt, að dýrseðlið sé enn
óþjálfað til í dulvitund manna. — Menningin sé aðeins
gljáskán — rétt á yfirborðinu. Hatur, heiftrækni, hefndar-
girni og afbrýðissemi hyggur dr. Freud enn lifa góðu
lífi í dulardjúpum mannssálarinnar — og einkum og
sér í lagi hyggur hann hinar lægstu tegundir ásthneigðar
eiga meiri tök á mönnum en góðu hófi gegnir. — En
þjóðfélagslífið er nú orðið það þroskað, að höft eru
lögð á hinar ógöfgustu hvatir og kendir. Dómgreindin
hamlar hugsunum, orðum og athöfnum hjá einstaklingn-
um, er koma um of í bága við alment velsæmi. En þá
er um taugabilaða menn er að ræða, getur einmitt sjálf
dómgreindin orðið þeim ofjarl. — »Hið góða, sem ég
vil, geri ég ekki — en hið vonda, sem ég ekki vil, það
geri ég«, sagði Páll postuli forðum. Og á þetta einkum
heima um ístöðulitla menn, sem oft leiðast til að »breyta
móti betri vitund«. — Dómgreindin er þá ekki nógu
þróttmikil til þess að halda hneigðunum í skefjum —
9