Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Qupperneq 35
IÐUNN
Sálgreining.
29
en þó svo rík i huganum, að hið mesta samvizkubit,
angist og hugarvíl getur orðið úr öllu saman. — Á hinn
bóginn er það og hlutverk dómgreindarinnar að hamla
fullnæging og þæging hneigða þeirra og kenda, er búa
í undirvitund eða dulvitund manna. — Og séu þær
henni í raun og veru ofjarlar, þá kemur dómgreindin
því svo fyrir, að sjúklingurinn — því þegar svo er ástatt,
er venjulegast um sýki að ræða — fullnægi þeim undir
rós — þ. e. a. s. að hann telji sjálfum sér trú um, að
athafnir og hugsanir, sem sprottnar eru af hneigðum
þessum og kendum, eigi sér alt aðrar orsakir. — Orsakir,
sem geta samrýmst hugmyndum mannsins um velsæmi
og siðgæði á hvaða sviði sem er.
Þetta eru nú aðaldrættirnir í hugmyndum dr. Freud
um sálarbyggingu manna og sálarstarf. En ekki er því
að leyna, að sjálfur hefir hann reynt að koma með
ýmsar nánari skýringar á hvorutveggja. I bók sinni
Draumaráðningar heldur hann því t. d. fram, að sál-
ræn störf beri að skoða sem heilaviðbrögð og sem orku,
er verði til fyrir skynvirkjan; verði svo orka þessi, heila-
viðbragðið, að fara um ýms svið innan vébanda dulvit-
undarinnar, áður hún komist inn á svið forvitundarinnar
og þá líka dómgreindarinnar og svo loks, ef dómgreindin
leyfir henni lengra, þá inn í sjálfa meðvitundina. Þessi
svið innan sjálfrar dulvitundarinnar álítur dr. Freud
mynduð fyrir minjar áhrifa, er samtímis hafa numið dul-
vitundina. — Hljóti því sérhver skynjan að fara gegnum
allar fyrri skynjanir, er hljóti að verða á leið hennar,
áður hún komist fram á hugsansvið mannsins. En
af þessu leiðir, að sérhver skynjan vekur bergmál
allra fyrri samhljóða skynjana og samtengdra. Og
magnmestar allra slíkra skynjana eru þær, sem elztar
eru, það er að segja endurminningar og skynj-