Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 40
34 Sálgreining. MÐUNN Ekki ber því að neita, að dr. Fréud hefir gert sér far um að greina á milli hinna altæku kenda, er frá ásthvötinni stafa, og hinnar einstæðu nautnar, er þæging ásthneigðar meðal fulltíða persóna hefir í för með sér. Og einmitt þá, er hann talar um nautnakendir barn- æskunnar — og einkum smábarnsins, þá á hann í raun réttri við hina fyrri tegund óljósra en altækra nautnkenda. Eigi að síður er það hyrningarsteinninn undir sál- greining hans, að ýms ofviða kerfi myndist, þegar í æsku, á sviðum ásthneigðar, og haldi þau áfram að þróast og magnast upp að fullorðinsárum. Út frá slíkum kerfum álítur dr. Freud svo, að ýms önnur kerfi geti myndast innan vébanda sálarlífsins. Má þar til nefna hvöt til að safna — barnið vill eiga alt, sem það getur hönd á fest — og hvöt til þess að gera sig sjálfan að miðdepli umhverfisins. Barnið skoðar lifandi verur eins og hluti, sem það geti látið hlýða sér eftir vild. — Enn- fremur skapar barnið sér einkennilegar hugmyndir um almætti hugsananna — og orðanna — fyrir sakir áhrifa, sem það sjálft verður fyrir vegna skipana foreldra eða forráðamanna. Eða þá fyrir eftirlætis sakir, ef það sjálft þarf ekki annað en láta ósk í ljósi, til þess hún sé uppfylt. — Venjulegast verða kerfi þessi ekki neinn þröskuldur í vegi fyrir eðlilegum þroska barnsins. — En þó getur svo farið, að eitthvert þeirra nái svo tökum á hug þess, að skakkafall hljótist af. Getur þá misbrestur orðið á dómgreind mannsins gagnvart slíkum hugsan- kerfum. — Eru fjölmörg dæmi þess í lífinu, stundum í meinlausum myndum, eins og t. d. safngræðgi — nízku — sjálfúð um skör fram o. s. frv. Önnur kerfi geta verið alvarlegri og komið í ljós í æðisótt í ýmsum myndum. En venjulegast er þá og öðrum ofviðakerfum til að dreifa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.