Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 43
iðunn
Sálgreining.
37
iafnvel á hverskonar geðveiki, þeir, er ákafaslir eru
fylgismennirnir.
Aðferð dr. Freud er að því leyti algerð nýung, að
hún heimtar af Iækninum, að hann skilji tákn þau og
rósamál það, er kemur í ljós í óráðshjali sjúklinganna,
> draumum þeirra og jafnvel í daglegu tali, þá er þeir
eru nokkurn veginn með sjálfum sér. Hefir dr. Freud
safnað heilum hóp slíkra tákna, og álítur hann að raun
hafi borið óræk vitni um, að sérhvert þessara táknorða
sé komið í huga sjúklingsins fyrir þá sök, að það sé
gerfiheiti, sem eigi að tákna hugmynd, hneigð eða kerfi,
sem geri vart við tilveru sína í dulardjúpum sálarinnar.
Og sé hlutur sá, er gerfiheitið tilgreinir, tengdur þessum
óskynja hneigðum fyrir sálarstörf, er fari fram, án þess
sjúklingurinn geri sér nokkra grein fyrir þeim, án þess
bau nemi vitund hans.
Sama táknið getur þó oft og einatt átt við fleiri en
eina hneigð. — Það getur og táknað sitt hjá hvorum
sjúklingnum, og er hinn mesti munur á því, hve fjölþætt
hugsankerfi geta myndast hjá mismunandi sjúklingum
utan um mismunandi táknheiti. Telur dr. Freud og al-
sengt, að sjúklingar noti mjög frábrugðin tákn, þó um
samkynja hneigð eða hvöt sé að ræða. Eru til þúsundir
slíkra táknyrða og rósamála, en alls eigi fleiri en ná-
laegt hundrað tegundir hvata og kenda, sem með þeim
tákna.
Fjöldinn allur af táknyrðum þessum er nú á einhvern
hátt kominn í stað orða og heita innan vébanda kyn-
feröisllfsins, að áliti dr. Freud. Má til dæmis nefna, að
krukka, epli, blómbikar o. s. frv. táknar frjókerfi kvenna
~~ en ánamaðkur, áll o. s. frv. tákna frjókerfi karla.
En það er einkennilegt við táknmál þetta — eða um-
ritanir — að í raun réttri er það eldgamalt og finnast