Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Qupperneq 44
38
Sálgreining.
IÐUNN
minjar þess enn í mörgum trúarbrögðum frá umliÖnum
öldum. — En vart kemur það fram, nema hjá sjúkling-
um. Og aðeins sem tákn fyrir þær hneigðir og hvatir,
er bældar hafa verið — þ. e. a. s., sem dómgreindin
hefir gert afturreka — en þó eigi svo til hlítar, að þær
láti eigi eftir þessar óljósu en áleitnu minjar í sjálfri
vitund mannsins, sem táknheitin segja til um og alt
rósamál hans, sem utan um þau er ofið.
»Vér verðum að hugsa okkur«, segir kenning þessi,
»að orkustraumar beinist frá dulhverfum sálarinnar fram
í meðvitundina — en aldrei frá meðvitundinni aftur eða
ofan í dulhverfin. Og af því dulhverfin eru þrungin hin-
um frumstæðustu eigindum sálarinnar, þá hlýtur af því
að leiða, að táknmálið fylgi líka sömu stefnu. Ekkert
er umritað á táknmáli í vitund mannsins nema það, sem
dómgreindin gerir afturreka. — Og ekkert er gert aftur-
reka nema það, sem er svo ósæmilegt, að ekki má það
koma fram í dagsbirtuna eins og það er klætt — í
sínu eigin frumstæða eðli«.
Þetta nægir nú til þess að sýna, að það er eigi all-
lítið vandaverk fyrir lækninn að eiga að leiða rétt rök
að því, hvaða atvik, hneigðir og hvatir liggi að baki
táknmáls sjúklinganna, eins og það kemur fram í hugs-
antengdum þeirra, dagdraumum þeirra og næturdraum-
um, í sjálfri taugaveiklun þeirra og óráðshjali og í
athöfnum þeirra og látæði dagsdaglega. — Ber öllum
sgman um það, að sálgreining sjúkra manna sé hið
mesta vandaverk og geti leitt til ills eins í stað góðst
ef læknirinn er eigi starfi sínu vaxinn. Hann verður að
vera sálarfræðingur með afbrigðum og þar að auki
di;englyndur og nærgætinn.
»Venjulegast hafa læknar alment hvorki nægan tíma
aflögu frá öðrunt störfum og eigi heldur næga þekk-