Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 45
iðunn
Sálgreining.
39
ingu í sálarfræði og sízt á aðferðum og eðli sálgrein-
ingar til þess að takast hana á hendurc, segir frægur
iaeknir franskur, sem gferst hefir áhangandi dr. Freud.
»En þá er um smávægileg atriði er að ræða, ætti þó
sérhver læknir að geta haft bætandi áhrif, ef hann
kynnir sér til hlítar aðferðir dr. Freud*, segir hann enn-
fremur. — En víst er um það, að íslenzkir Iæknar yrðu
að temja sér meiri gaumgæfni og meiri alúð gagnvart
sjúklingum sínum en oft vill verða uppi á teningnum
hjá þeim — að því er margir segja — ef þeir ættu að
aeta gert sér von um góðan árangur í þessu efni.
•} ’ • •' í • •
Ég skal nú taka hér nokkur dæmi, er sýna, hvernig
dr. Freud álítur að táknmál sjúklingaflna komi upp um
orsakir þær, er orðið hafa til þess að mynda ofviða-
kerfi í launhverfum sálarinnar — kerfi, er síðar leiddu
til ýmissa tegunda af hugarvíli.
Fyrst er þá að nefna einföldustu aðferðina, en hún
er í því fólgin að kynna sér og kryfja til mergjar al-
gengustu og einföldustu hugmynda-tengingar sjúklings-
ins. Læknirinn á að gerast áheyrandi og biðja sjúkl-
inginn að láta nú fara vel um sig, láta sem hann væri
einsamall og rabba bara alt mögulegt — og ómögulegt
— sem honum komi til hugar — með öðrum orðum:
að hugsa upphátt.
Venjulegast verður sjúklingurinn í fyrstu ofurlítið
hvumsa við. Dómgreindin er nú vakandi í hug honum,
og hann segir oft aðeins fátt og lítið —^ og með löngu
millibili. Og er áríðandi, að læknirinn láti sjúklinginn
alveg sjálfráðan hvetji hann ekki til máls. — Stund-
um segir sjúklingurinn og á hinn bóginn með vilja frá
vmsu einskisverðu — veður elginn um alla heimá og
geima, sem fjarst frá því, sem venjulegast er í hug