Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 49
IÐUNN
Sálgreining.
43
að hugarvíl hennar stafaði frá samvizkubiti, sem atburður
þessi hafði valdið henni, án þess hún væri sér þess
vísvitandi eða hefði getað gert sér grein fyrir því.
Sem dæmi um drauma, er sýna duldar þrár, má nefna,
aö gift kona sagðist ekki vilja eignast börn, vegna þess,
að þau hjónin hefðu ekki næg efni til þess; en þrátt
fyrir þetta dreymdi hann alloft, annaðhvort að hún var
að eiga barn eða hafði eignast fallegt barn. »Er þetta
augljóst dæmi þess, að í raun og veru langar hana til
að eignast barn, en hefir bælt löngun þessa og gert
hana afturreka með allskonar skynsemis-ástæðum. Kemur
því hugarþráin aðeins fram í draumi*, segir dr. Freud.
Oft og einatt er lækninum örðugt að komast í réttan
skilning um það, við hvað táknmál og rósamál sjúkl-
ingsins eigi, þrátt fyrir hugsantengdir og drauma. Og
er þá enn þriðja aðferðin, sú, að gera tilraunir með
hugmyndatengdir, á þann hátt að láta sjúklinginn skýra
frá, hvaða hugsanir og hugmyndir ákveðin orð vekí
honum — ósjálfrátt, án þess honum gefist ráðrúm til
að hugsa sig um. Getur þá læknirinn stundum á þennan
hátt komist að því, hvað sé efst á baugi í huga sjúkl-
ingsins. — Og má vera, að á þann hátt komist hann í
skilning um atriði þau, er hugarvílinu valda. Kemur hér
bæði til greina táknið sjálft — við hvað sjúklingurinn
geti átt með því — og tímalengdin, er svarið heimtar,
því hún getur borið vitni um geðshræring þá, er hið
Sefna orð veki. Sem dæmi má nefna, að læknirinn segir:
»Vagga«. Sjúklingurinn svarar: »Andvana fæddur*. Og
bar raun vitni um, að sjúklingurinn þjáðist af ástæðu-
lausri hræðslu um að barn sitt fæddist andvana. —
Enn er eitt, sem læknirinn verður að athuga og taka
tillit til, er hann vill sálgreina. — Hann verður að at-
huga alt, sem sjúklingurinn gerir bjagað: störf, sem