Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 51
IÐUNN
Sálgreining.
45
er — meðal fleiri orða — tengt við „liquidis“ — (renn-
andi), en það táknar, í huga hans, tíðir hjá konu hans;
og var maðurinn hugsi vegna dráttar á þeim, og nú
væri ef til vill fjölgunar von hjá sér. Og var orðið svo
rígfast í þessum hugsantengslum, að maðurinn gat ekki
í svipinn komið því í samband við aðra hugmynd. Sýnir
þetta tiifinningastyrk þeirra hugsana, er hér snertu hann
sjálfan.
Þá hefir nú í örfáum dráttum verið gerð grein fyrir
aðalþáttunum í sálgreiningunni. En þó aðeins alment
tekið. Og er ómögulegt hér — enda ofvaxið þeim, sem
enga sérþekkingu hafa á hinum ýmsu tegundum geð-
veiki og taugasjúkdómum yfir höfuð — að fara nánar út
í þau atriði, er sýni lækningarmátann í öllum sínum
myndum — eftir því sem við á í hvert sinn.
En auk þessara aðaldrátta, er nefndir hafa verið, eru
enn nokkrir þættir, er teljast til fullkominnar sálgrein-
ingar og lækningar, alment tekið, og skal nú drepið á þá.
Til þess að skilja til hlítar á hvaða grundvelli sál-
greiningin er bygð, verður að hafa það hugfast, sem
hér að framan var sagt um skoðanir dr. Freud á eðli
ásthneigðar og á því, hve altæk þessi hneigð sé, þegar
í fyrstu barnæsku. Er það í sambandi við þessa skoðun,
er læknirinn heldur því fram, að allir taugasjúkdómar —
allar tegundir geðveiki — séu afvegaleiddar og bældar
ásthneigðir. Þessi staðhæfing hefir mætt mikilli, og vafa-
laust réttmætri, andúð og mótspyrnu hjá frönskum lækn-
um. Benda þeir meðal annars á það, hve kynsjúkdóm-
ar séu algeng undirrót vissra — ólæknandi — tegunda
af geðveiki (dementia precox t. d.). En á hinn bóginn
er það og víst, að ýmiskonar ólag á eðlilegum og heil-
brigðum ásthneigðum er oft samfara taugasjúkdómum;