Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 52
46
Sálgreining.
IÐONN
og er þá oft um ofnautnir að ræða* og þar af leiðandi
örþreytu á heila og taugakerfi.
í sambandi við sjálfa sálgreininguna, sem sagt hefir
verið frá hér að framan, verður læknirinn enn að nota
þrjú atriði, lil þess að sjúklingurinn geti öðlast fullan
bata. — Sálgreiningin sjálf miðar einkum að því, að
koma honum í skilning um orsakir og undirrót meina
sinna, hin afvegaleiddu, frumstæðu kerfi, er myndast
hafa í Iaunhverfum sálarinnar og hlaðin eru ríkum til-
finningum. Á kerfum þessum nú að þverra tilfinninga-
magnið, er þau eru dregin fram í dagsbirtu meðvitund-
arinnar, og lifir þá sjúklingurinn sem snöggvast allar
þær kendir, sem í þeim bjuggu frá fyrstu — en getur
svo snúið tilfinningum sínum að öðru, er þær á þann
hátt leysast úr læðingi. — Kerfum þessum er því í raun
réttri eins farið og tröllunum forðum, sem stóðu og urðu
að steini, er þau sáu sólina koma upp — eða draug-
unum, sem flýðu ofan í gröfina, er þeir heyrðu klukk-
um hringt.
Þessi þrjú atriði, sem læknirinn verður að kenna sjúk-
lingnum honum til fullrar heilsubótar eru: fyrst og fremst
það að berjast af alefli móti hneigðum og hvötum, sem
hans betri maður fordæmir — sem dómgreindin og yfir-
sjálfið telja óalandi og óferjandi öllum bjargráðum. Og
í öðru lagi að setja sér eitthvert markmið, er til heilla
megi horfa, sjálfum sjúklingnum eða þjóðfélaginu, takast
á hendur eitthvert starf, sem sjúklingurinn geti haft á-
huga á og sé við hans hæfi — heimti að hann leggi
sig í líma og vinni af alefli, ef unt er, hvort heldur um
líkamleg eða andleg störf er að ræða. Æskumönnum henta
og vel hverskonar íþróttir í þessu augnamiði. Og í þriðja
lagi það, að áríðandi er að hafa reglu á ásthvötum og beina
.1, , ■ . ;