Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 53
IfeÚNN
Sálgreining.
47
orku frjókerfis sem mest í nöthæfar athafnir, sjálfum sér
°9 öðrum til gagns en eigi ógagns.
Kenning dr. Freud hefir sem sagt farið sigurför um
heiminn. — En nú þegar er svo komið, að kenningin
er orðin svo úr hófi öfgum blandin, að mótalda hlýtur
að rísa áður langt um líði. — Skolast þá öfgarnar aftur
burtu, en kjarninn verður eftir. Sjálfur er dr. Freud sak-
laus gagnvart mestu öfgunum, t. d. þeim, er vilja sjá
grundvöll — orsök og undirrót — allra þátta mann-
legrar menningar í ósjálfráðri, óvitandi en altækri þrá
Wannssálarinnar til að verða barn á ný og hverfa aftur
undir brjóst móður sinni. — Þar hafi maðurinn átt al-
taekum unaði að fagna í fósturlífinu, en fæðingin í þenn-
an heim hafi orðið honum upphaf allra meina. Hefir
þýzkur fræðimaður, dr. Rank, gert ítarlega grein fyrir
öllu þessu nýlega. Og ýmsir fleiri áhangendur dr. Freud
gera sjer mikið far um að alhæfa sálgreininguna og
skýra alt milli himins og jarðar fyrir ljós það, er hún
varpi yfir lífið og lífsfyrirbrigðin. Gera þeir þetta í ein-
lægri aðdáun — en úr verður ógagn eitt.
París, október 1928.
Björg C. Þorlákson.