Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 54
/ álögum.
Hlekkjuð höndum og fótum
við harðan klettinn
mærin, blómfögur, bíður,
en bænir stíga
heitar henni frá vörum
í húmdjúp nætur;
spyr hún vindinn, sem veinar
í votum greinum:
„Kemur, kemur ei loksins
minn kóngsson fagur?“
Spyr hún stjörnur, sem stara
með ströngum augum
foldu friðvana yfir,
er flekkast blóði:
„Kemur, kemur ei loksins
minn kóngsson fagur?
Þungt er helsi á höndum,
en hjartað tærist“.
Spyr hún mánann, sem hálfur
úr hafi gægist,
hlær með háði á brá
að heimsku manna:
„Kemur, kemur ei loksins
minn kóngsson fagur?
fætur fjötrarnir lyja,
en fölna vangar“. —
Windur veinar sem fyrri
í votum greinum;
stjörnur stara á jörðu
með ströngum augum;
máninn hálfur með háðsvip
úr hafi gægist. —
Hlekkjuð höndum og fótum
við harðan klettinn
mærin, blómfögur, bíður.
RICHARD BECK.