Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 55
IÐUNN
Menning, sem deyr?
i.
Við erum ekki svo lítið upp með okkur yfir menn-
ingarþroska nútímans? Hvaða þrautir eru það eiginlega,
sem vísindi og tækni vorra tíma leika sér ekki að að
leysa? Tölum við ekki saman yfir heimshöfin — um
hálfan hnöttinn? Ætli þess verði svo langt að bíða, að
prófessorinn geti staðið við heyrnartólið og talað við
sjálfan sig — kringum jörðina? Fljúga menn ekki í
loftinu, hálfa Ieið til himins, hærra en ernirnir? Hann
bótti fráleit fjarstæða, draumur ]ules Verne um að ferð-
ast umhverfis jörðina á 80 dögum. En nú, rúmri hálfri
öld síðar, er sú leið farin á skemmri tíma en einum
mánuði. Og mundi sá tími vera næsta fjarlægur, er
menn taka að fljúga kringum hnöttinn á einni viku eða
jafnvel enn skemmri tíma?
Og hvernig er það hér heima hjá okkur, á þessum
útskaga veraldar, sem nefnist ísland? Þurfum við lengra
en niður í Bíó til þess að skoða öll ríki veraldar og
þeirra dýrð? Er ekki jafnvel mörlandinn farinn að hefja
sig til flugs — í bókstaflegum skilningi? Og ætla ekki
honur þessa lands fyr en varir að hefjast handa um
lárnbrautarlagningu austur fyrir fjall?
Er svo ekki þetta framfarir? Höfum við ekki ástæðu
«1 að vera hreyknir? — Fyrir fám árum var, í einni
ef höfuðborgum Norðurlanda og kannske víðar, orða-
hltæki eitt mjög algengt, einkum meðal hins yngra æsku-
lýðs: — að vera »raat hoven«. Það þóttist þessi æskulýður
'Sunn XIII. 4